Hið árlega jólahlaðborð Bændaferða verður haldið sunnudaginn 17. nóvember næstkomandi. Í ár verður sú breyting frá fyrra sniði að jólahlaðborðið verður dögurður eða svokallaður bröns á veitingastaðnum Vox á Hilton Nordica í Reykjavík.
Veislustjórn verður í höndum sr. Hjálmars Jónssonar sem er flestum Íslendingum kunnur og mun hann stýra skemmtuninni eins og honum einum er lagið.
Dagskráin mun heiðra minningu Agnars Guðnasonar, stofnanda Bændaferða með söng og gleði. Jólanornirnar, Íris, Beta og Svava, syngja einnig nokkur hress jólalög. Happdrætti, kynning á ferðum ársins 2025 og allskonar skemmtilegt.
Komum og njótum saman í þeirri einstöku stemningu sem einkennir ferðir Bændaferða.