Gefðu gjafabréf

Gleddu þína nánustu með ævintýraferð og ævilangri minningu. Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í ferð hjá Bændaferðum, og upp í fjölbreytta gistingu og ferðir hjá Hey Ísland.

Sérhópaferðir

Við hjá Bændaferðum höfum áratuga reynslu af ráðgjöf og skipulagningu spennandi ferða fyrir sérhópa til Evrópu og Kanada.

Á gönguskíðum í Pontresina

Að upplifa Pontresina á gönguskíðum

Anna Sigga, okkar frábæri fararstjóri ætlar að leiða gönguskíðaferð til Pontresina í Sviss í janúar 2025. Hún segir okkur frá sinni skíðagönguvegferð og hvers vegna Pontresina er frábær valkostur.

Snæviþakið ævintýri í austurrísku Ölpunum

Gerlos er ævintýralegur bær í dalnum Zillertal í austurrísku Ölpunum þar sem hópur Íslendinga á vegum Bændaferða og gönguhópsins Vesens og vergangs dvaldi fyrr í vetur. Þetta var vikulangt ævintýri í fjöllunum þar sem dúnmjúkur snjórinn lá yfir öllu og niðri í þorpinu var á kvöldin gómsæts matar notið á fjögurra stjórnu hótelinu Tirolerhof. Um hálftíma akstur er til stærri bæjar á svæðinu, Mayrhofen, og svo er hægt að taka lestir til borgarinnar Innsbruck sem er eins og óopnaður konfektkassi. Þvílík er fegurðin bæði hvað varðar byggingar og útsýnið til fjalla.
Póstlisti