Gefðu gjafabréf

Gleddu þína nánustu með ævintýraferð og ævilangri minningu. Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í ferð hjá Bændaferðum, og upp í fjölbreytta gistingu og ferðir hjá Hey Ísland.

Sérhópaferðir

Við hjá Bændaferðum höfum áratuga reynslu af ráðgjöf og skipulagningu spennandi ferða fyrir sérhópa til Evrópu og Kanada.

Á Íslendingaslóðum í Vesturheimi

Dag einn um hávetur árið 2019 fengum við hjónin tölvupóst frá frænku Jóns, eiginmanns míns, Maxine Ingalls, sem býr ásamt manni sínum á eyjunni Heclu í Manitoba, Kanada. Ísland er þessari konu afar kært og kemur hún og fjölskylda hennar oft í heimsókn til gamla landsins. Í póstinum var boð á ættarmót sem halda átti í ágúst. Við höfðum ekki verið með á dagskrá að heimsækja Íslendingaslóðir en þarna kviknaði smá áhugi. Við nánari skoðun og samræður við aðra, sem fengu boðið, sáum við að best væri að fara í ferð með Bændaferðum, sem við þekktum að góðu og fara ekki á eigin vegum, heldur fá almennilega leiðsögn þarna vestur frá.

Kínverskur matur í Kína

Sú fróma ósk birtist á vef Bændaferða, að ferðalangar myndu senda inn ferðaminningar og var gefinn tónninn með broti af gömlum pistli Ingu Ragnarsdóttur fararstjóra.
Nafn Ingu vakti hjá mér minningu um ferð til Kína, hrunárið 2008, þegar allt fór úrskeiðis í fjármálum Íslands, rétt á meðan hópur valinkunnra Íslendinga tölti á eftir Ingu um kínverskar grundir. Ég ætla þó ekki að rifja upp hrunið, enda engar góðar minningar tengdar því, heldur rifja upp eitt af mörgu sem enn býr í minninu, eftir þessa Kína-reisu.