Gjafabréf

Gjafabréf Bændaferða eru tilvalin gjöf handa þeim sem hafa gaman af því að ferðast.

Sérhópaferðir

Við hjá Bændaferðum höfum áratuga reynslu af ráðgjöf og skipulagningu spennandi ferða fyrir sérhópa til Evrópu og Kanada.

Kínverskur matur í Kína

Sú fróma ósk birtist á vef Bændaferða, að ferðalangar myndu senda inn ferðaminningar og var gefinn tónninn með broti af gömlum pistli Ingu Ragnarsdóttur fararstjóra.
Nafn Ingu vakti hjá mér minningu um ferð til Kína, hrunárið 2008, þegar allt fór úrskeiðis í fjármálum Íslands, rétt á meðan hópur valinkunnra Íslendinga tölti á eftir Ingu um kínverskar grundir. Ég ætla þó ekki að rifja upp hrunið, enda engar góðar minningar tengdar því, heldur rifja upp eitt af mörgu sem enn býr í minninu, eftir þessa Kína-reisu.

Hvernig er best að undirbúa sig fyrir hjólaferð

Bændaferðir bjóða upp á skemmtilegar hjólaferðir um falleg svæði víðsvegar í Evrópu og eins á framandi slóðum á borð við Kúbu og Jórdaníu. Vinsældir hjólreiða hafa aukist ár frá ári og sannur hjólreiðakappi á skilið að upplifa vindinn í hárið á fleygiferð, eða í rólegheitum, um sveitir, borgir og bæi. Eins og með flest annað í lífinu þá er uppskera almennt í samræmi við það sem lagt er inn og því nokkuð öruggt að því betur sem hugað er að grunnformi og búnaði því betur nýtur þú ferðalagsins sem framundan er.