Gefðu gjafabréf

Gleddu þína nánustu með ævintýraferð og ævilangri minningu. Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í ferð hjá Bændaferðum, og upp í fjölbreytta gistingu og ferðir hjá Hey Ísland.

Sérhópaferðir

Við hjá Bændaferðum höfum áratuga reynslu af ráðgjöf og skipulagningu spennandi ferða fyrir sérhópa til Evrópu og Kanada.

Sævar stígur til hliðar og Berglind tekur við

Ferðaþjónusta bænda hf. stendur frammi fyrir breytingum þar sem Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins undanfarin 25 ár, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun í framhaldinu taka við stjórnarformennsku félagsins. Þar mun hann leiða fyrirtækið til áframhaldandi vaxtar til samræmis við stefnu þess. Sævar tekur við stjórnarformennsku af Gunnlaugi Jónassyni sem verið hefur formaður undanfarin fimm ár.

Hvernig er best að undirbúa sig fyrir gönguferðir?

Bændaferðir bjóða upp á fjölbreyttar gönguferðir um ævintýraleg svæði víðsvegar í Evrópu. Það er að mörgu að huga við undirbúning fyrir lengri gönguferðir. Við höfum tekið saman nokkur ráð sem við teljum gott að hafa til hliðsjónar áður en lagt er af stað í nokkurra daga gönguævintýri.