Gefðu gjafabréf

Gleddu þína nánustu með ævintýraferð og ævilangri minningu. Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í ferð hjá Bændaferðum, og upp í fjölbreytta gistingu og ferðir hjá Hey Ísland.

Sérhópaferðir

Við hjá Bændaferðum höfum áratuga reynslu af ráðgjöf og skipulagningu spennandi ferða fyrir sérhópa til Evrópu og Kanada.

Allir með grímu

10 góð ráð fyrir ferðalög í heimsfaraldri

Heimsfaraldur setur óneitanlega strik í reikninginn þegar ferðalög eru annars vegar, sérstaklega þegar stefnan er tekin út fyrir landsteinana. Við höfum því tekið saman nokkur góð ráð um ferðalög í heimsfaraldri sem hjálpa þér að vera betur undirbúin/nn næst þegar þú leggur land undir fót.

Á Íslendingaslóðum í Vesturheimi

Dag einn um hávetur árið 2019 fengum við hjónin tölvupóst frá frænku Jóns, eiginmanns míns, Maxine Ingalls, sem býr ásamt manni sínum á eyjunni Heclu í Manitoba, Kanada. Ísland er þessari konu afar kært og kemur hún og fjölskylda hennar oft í heimsókn til gamla landsins. Í póstinum var boð á ættarmót sem halda átti í ágúst. Við höfðum ekki verið með á dagskrá að heimsækja Íslendingaslóðir en þarna kviknaði smá áhugi. Við nánari skoðun og samræður við aðra, sem fengu boðið, sáum við að best væri að fara í ferð með Bændaferðum, sem við þekktum að góðu og fara ekki á eigin vegum, heldur fá almennilega leiðsögn þarna vestur frá.