Skemmtisiglingar með Bændaferðum (og Súla Travel), í samstarfi við Norwegian Cruise Line
Bændaferðir (og Súla Travel), bjóða upp á fjölbreyttar og glæsilegar skemmtisiglingar með Norwegian Cruise Line (NCL), einu fremsta skemmtiferðaskipafélagi heims. Við skipuleggjum fjöldan allan af skemmtisiglingum, til spennandi áfangastaða víðs vegar um heiminn, þar sem þægindi, gæði og ógleymanleg upplifun eru í fyrirrúmi.

Norwegian Cruise Line hefur um árabil verið kosið besta skemmtiferðaskipafélag heims og er þekkt fyrir nýjungar, framúrskarandi þjónustu og einstaka upplifun um borð. Með NCL færðu frelsi til að njóta ferðarinnar á þínum eigin forsendum, engir fastir matartímar eða borð, fjölbreytt afþreying og heimsklassa veitingastaðir.
Frelsi, þægindi og afþreying í hæsta gæðaflokki
Skemmtiferðaskip NCL eru hönnuð til að veita farþegum einstaka upplifun, bæði á sjó og í landi. Um borð má meðal annars finna:
- Fjölbreytta veitingastaði með matargerð frá öllum heimshornum.
- Glæsilega sýningar, tónlist og afþreyingu í heimsklassa.
- Heilsulindir, sundlaugar og íþróttaaðstöðu.
- Þægilega og vel útbúna klefa í mismunandi stærðum og flokkum.
Allt er gert með því markmiði að þú getir slakað á, notið ferðarinnar og upplifað heiminn á þægilegan og spennandi máta.
Ferðalagið í öruggum höndum
Súla Travel hefur um árabil sérhæft sig í skemmtisiglingum með Norwegian Cruise Line og býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði. Nú er reksturinn hluti af Bændaferðum, undir merkjum Ferðaþjónustu Bænda, sem tryggir sterkan bakhjarl, fagmennsku og persónulega þjónustu.
Við sjáum um skipulag ferðarinnar í heild; allt frá flugi og gistingu til leiðsagnar og þjónustu. Svo þú getir einbeitt þér alfarið að því að njóta upplifunarinnar.
Upplifðu heiminn á einstakan hátt
Hvort sem þig dreymir um Miðjarðarhafið, Karíbahafið, Norður-Evrópu eða fjarlæga og framandi áfangastaði, þá bjóða skemmtisiglingar með Bændaferðum og Norwegian Cruise Line upp á óviðjafnanlega leið til að upplifa heiminn. Með þægindi, öryggi og gæði í fyrirrúmi.