Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé er viðskiptafræðingur og starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún hefur verið þjálfari hjá Náttúruhlaupum frá 2014 og var þjálfari hjá Hlaupahópi Stjörnunnar frá 2018-2022. Hún hefur mikinn áhuga á hreyfingu og útivist og elskar að leiðbeina fólki að stíga sín fyrstu skref í hreyfingu. Halldóra hefur lokið fimm Ironman keppnum, átta götumaraþonum, 18 ultra utanvegahlaupum og er Landvættur númer 8 og 663 og Sænskur Klassiker númer 10834. Halldóra hefur klárað Vasaloppet 90 km keppnina í Svíþjóð þrisvar sinnum, auk þess að klára Nattvasan 90 km, Öppet spår 90 km og Birkebeinerennet 54 km skíðagöngurnar.

Halldóra hefur lokið þjálfun I, II og III hjá ÍSÍ sem og SKÍ1 hjá Skíðasambandi Íslands og hlaupaþjálfun hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands.
Sjá nánari upplýsingar um Halldóru á www.halldora.is

Umsagnir farþega

Hélt rosalega vel utan um hópinn og allt skipulag hjá henni upp á tíu.

Örugg, alltaf allt á hreinu. Skemmtileg, hress og dugnaðarforkur.

Umhyggjusöm, jákvæð og vel að sér.

Hún hélt mjög vel utan um hópinn og var almennt með gott skipulag.

Frábær í alla staði! Skipulögð og skemmtileg! Væri frábært að hafa hana aftur.
Póstlisti