Guðný Margrét Emilsdóttir

Guðný Margrét Emilsdóttir

Guðný Margrét Emilsdóttir heiti ég, búsett í dag á Íslandi en bjó um 20 ár á Ítalíu. Á Ítalíu fór ég ítölskunám í háskólabænum Perugia (Umbria) og það var ekki aftur snúið! Lengst af bjó ég í Mílanó en vann sem leiðsögumaður með Íslendinga meira og minna um alla Ítalía. Ég lít á Ítalíu sem mitt annað heimili, elska landið, fólkið, söguna, menninguna, tungumálið, matinn og vínið. Reyndar var uppáhalds tungumálið mitt í menntó latína sem hjálpaði mér heilmikið að ná fljótt tökum á ítölskunni.

Öll Ítalía er mjög áhugaverð. Alveg sama hvaða héruð, borgir um ræðir. Ég var líka skíðafararstjóri í Selva Val Gardena. Reyndar elska ég alla útiveru og hvers konar hreyfingu. Var mikið í íþróttum, stundaði sund, skíði og handbolta af miklu kappi. Í dag er það golfið og hvers konar göngur. 

Ég vann líka fyrir Ferðamálaráð Íslands á Ítalíu og jafnframt Icelandair. Bjó í eitt ár í Tyrklandi, þar sem ég vann sem leiðsögumaður. Portúgal var eiginlega fyrsta landið sem ég vann með Íslendinga erlendis. Og fast á eftir fylgdu Spánn og Grikkland. Undanfarin ár hef ég unnið mikið á Íslandi með erlenda ferðamenn. Ég elska starfið mitt sem leiðsögumaður og fararstjóri. Hef gaman af fólki og er alltaf að læra eitthvað nýtt. Ci vediamo in Italia!




Póstlisti