Kjartan Long

Kjartan Long

Kjartan hefur síðastliðin 6 ár þjálfað hópa sem hafa klárað Landvættaþrautirnar fjórar, þ.e. gönguskíði, fjallahjól, fjallahlaup og villisund. Auk þess hefur hann verið með Fjallahlaupahóp sem hefur tekið þátt í hinum ýmsu fjallahlaupum, þar á meðal Laugavegshlaupinu 2020 og 2021. Hann hefur sjálfur lokið 6 landvættahringjum, 5 Laugavegshlaupum, 5 maraþonum, 1/2 járnkarli og helstu fjallahlaupum. Til viðbótar hefur Kjartan starfað í björgunarsveit, leitt hópa á helstu fjöll hér innanlands og verið fararstjóri fyrir erlenda hópa á fjallahjólum, götuhjólum og vetrarævintýraferðum. 

Kjartan elskar kaffi, vanilluís og rósakál.

Umsagnir farþega

Sinnti verkefninu framúrskarandi vel. Hélt vel utan um hópinn og dagskrá, gerði breytingar og aðlagaði miðað við aðstæður.

Stóð sig frábærlega við það að halda uppi stemningu.

Frábær fararstjóri hugsaði um alla.
Póstlisti