Guðrún Sigurðardóttir

Guðrún Sigurðardóttir

Guðrún Sigurðardóttir er fædd og uppalin í Hlíðunum, Reykjavík. Hún kom fyrst til Ítalíu árið 1980 í framhaldsnám og hefur verið þar að mestu leyti síðan, bjó í næstum þrjá áratugi við Como vatn og býr nú til skiptis á Ítalíu og á Íslandi.

Hún hefur verið fararstjóri með Íslendinga víðs vegar um Ítalíu og víðar í fjölda ára. Einnig hefur hún unnið lengi sem leiðsögumaður með Ítali og fleiri þjóðerni á Íslandi, bæði í gönguferðum og almennum ferðum.

Guðrún er útskrifuð úr leiðsögumannaskólanum hér á Íslandi. Eftir framhaldsnám frá Bocconi viðskiptaháskólanum í Mílanó í hagfræði ferðamála hefur hún unnið að skipulagningu ferða til Íslands og er eigandi helstu ferðaskrifstofu í Íslandsferðum á Ítalíu. Hún er einnig með masterspróf í ferðamálafræði og hefur sérhæft sig í ýmsum hliðum gönguferða.

Guðrún þekkir Ítalíu mjög vel. Hún hefur þægilega framkomu og talar að sjálfsögðu bæði reiprennandi íslensku og ítölsku. Hún er skipulögð og er óhætt að segja að hér sé hún á heimavelli.

Umsagnir farþega

Er létt og skemmtileg og einstaklega fróð um land og þjóð.

Mæli tvímælalaust með Guðrúnu. Hún er skipulögð en samt afslöppuð. Notaleg manneskja sem gott er að vera nálægt og sem gefur af sér.

Mér finnst hún traust, skipulögð, jákvæð, alþýðleg og skemmtileg. Náði vel til hópsins og samlagaðist okkur ferðalöngunum.

Guðrún þekkir Ítalíu betur en flestir og eru gönguferðirnar á Ítalíu unnar í náinni samvinnu við hana.
Póstlisti