Go to navigation .
Einar Garibaldi er myndlistarmaður og kennari. Hann stundaði framhaldsnám við Brera fagurlistaskólann í Mílanó og hefur um árabil starfað sem leiðsögumaður á Ítalíu.
Á undanförnum árum hefur Einar aðallega fengist við gönguleiðsögn um nokkrar af helstu náttúruperlum Ítalíuskagans, en auk þessa hefur hann farið í fjölda borgarferða til helstu menningarborga á Ítalíu.
Í ferðum sínum hefur hann lagt sérstaka rækt við að deila með farþegum af þekkingu sinni á ítalskri menningu og listasögu, jafnt sem kynnum sínum af „hinu ljúfa lífi“ ítalskrar matar- og vínhefðar.