Arinbjörn Vilhjálmsson

Arinbjörn Vilhjálmsson

Arinbjörn Vilhjálmsson er fæddur í Reykjavík 1963. Hann nam arkitektúr við Háskólann í Stuttgart í Þýskalandi og útskrifaðist þaðan árið 1993. Hann hefur starfað sem arkitekt síðan námi lauk en starfar nú sem skipulagsstjóri Garðabæjar. Á árunum 2003-2006 starfaði hann sem skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu.
 
Arinbjörn hefur lengi starfað sem leiðsögumaður og fararstjóri í frístundum. Hann hefur verið leiðsögumaður þýskumælandi ferðamanna á Íslandi frá árinu 1991 og fór sem fararstjóri í sína fyrstu bændaferð árið 1997. Hann hefur veitt farastjórn í bændaferðum til Þýskalands, Austurríkis, Ítalíu, Sviss, Frakklands, Spánar og á Íslendingaslóðir í Manitoba og Norður-Dakóta.

Umsagnir farþega

Vill allt fyrir alla gera.

Almennilegur og miðlar fróðleik á skemmtilegan hátt.

Ábyggilegur, fróður og skemmtilegur.

Öll verkefni sem upp komu leysti hann með prýði. Hann var bæði skemmtilegur og fróður. Góður í mannlegum samskiptum.

Hann er mjög fróður, greinargóður og sagði skemmtilega frá.
Póstlisti