Go to navigation .
Ég er fædd 1996 og bý með manninum mínum og tveimur strákum á Ólafsfirði. Ég fæddist inn í mikla skíðagöngu fjölskyldu og hef verið á skíðum frá því að ég man eftir mér. Ég fór í skíðamenntaskóla til Svíþjóðar þar sem ég æfði á fullu og keppti meðal annars fyrir unglingalandslið Íslands. Ég fór til Rúmeníu og keppti á Ólympíuleikum Æskunnar og margar keppnis- og æfingaferðir sem tengjast skíðagöngu. Eftir að ég flutti heim, eða frá 2018 hef ég verið að þjálfa krakka, unglinga og fullorðna, búin að sitja mörg þjálfaranámskeið og snýst lífið lítið um annað en skíðagöngu á veturna.