Bjarni Torfi Álfþórsson

Bjarni Torfi Álfþórsson

Bjarni Torfi Álfþórsson er fæddur 1960, menntaður lögreglumaður, grunnskólakennari og kerfisfræðingur. Hann starfaði í átta ár í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, þrjú ár sem grunnskólakennari og í 11 ár í hugbúnaðargeiranum. Frá árinu 2011 hefur Bjarni verið framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi.

Bjarni hefur búið á Seltjarnarnesi mestan part ævi sinnar, en fjölskyldan bjó þó erlendis í sex ár vegna náms og vinnu. Á þeim tíma vann Bjarni víða um Evrópu og fjölskyldan notaði tímann vel til ferðalaga.

Bjarni hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um íþróttir og útiveru, en hann hefur m.a. verið formaður Íþróttafélagsins Gróttu í 6 ár auk þess að vera virkur í margskonar öðru félagsstarfi. Hann hefur þjálfað unglinga bæði í knattspyrnu og handknattleik og auk þess farið margar ferðir sem farastjóri með íþróttahópa erlendis.

Núorðið fer mestur frítíminn í hjólreiðar, skák, bridge og göngur. Síðustu ár hefur Bjarni farið margar hjólaferðir erlendis, bæði á eigin vegum og sem fararstjóri hjá Bændaferðum.

Umsagnir farþega

Duglegur og frábær í mannlegum samskiptum. Vel skipulagður og umhyggjusamur. Langar að fara aftur í ferð með honum.

Einstaklega ljúfur og góður maður, hélt vel utan um hópinn og allir fengu sér meðferð hjá honum. Erla konan hans er ekki síður frábær. Töluðu bæði góða þýsku og eru vel skipulögð.

Áreiðanlegur og traustur og leysti öll vandamál sem upp komu.

Bjarni Torfi er skemmtilegur, lipur, úrræðagóður, hjálpsamur og til fyrirmyndar.
Póstlisti