Björk Håkansson

Björk Håkansson


Björk Håkansson er fædd á Íslandi um hásumar árið 1967 og hefur alla sína ævi verið á faraldsfæti, fyrst með foreldrum sínum og síðar á eigin vegum, svo ekki sér fyrir endann á. Hún er með BA próf frá Háskólanum í Álaborg í fjölmiðla- og samskiptafræðum og MA próf í milliríkjasamskiptum frá Westminster háskólanum í London. Björk hefur starfað um víða veröld - oftar en ekki í mannúðarverkefnum. Hún hefur búið, starfað eða numið í Færeyjum, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi, Belgíu, Jórdaníu, Sýrlandi og Jemen.

Fyrir rúmum þrjátíu árum fór Björk fyrst til Mið-Austurlanda og settist á skólabekk í Amman í Jórdaníu. Þar með voru línurnar lagðar hvað varðar reglulega búsetu, samskipti og samstarf við arabaheiminn. Undanfarin ár hefur Björk starfað að málefnum flóttafólks, þar sem reynsla hennar frá pólitískt viðkvæmum landsvæðum, aðlögunarhæfni og færni í að lesa í aðstæður hefur leitt hana í mörg, ólík og spennandi verkefni. Á árum áður vann hún sem leiðsögumaður erlendra hópa á Íslandi, við fjölmiðla, í hótelrekstri, við vísindamiðlun og viðburðastjórnun.

Á ferðum sínum leggur Björk áherslu á opinn huga, að staldra við, upplifa, fræðast og njóta.
Björk hefur lengi beðið færis að taka með sér hópa fólks á sínar „heimaslóðir“ og gefa öðrum tækifæri á að upplifa galdrana sem þar geymast - en oft gleymast í meðferð og umfjöllun fjölmiðla.

Umsagnir farþega

Sveigjanleg og ákveðin í sínu hlutverki 

Björk hélt mjög vel utan um hópinn og leysti fljótt og vel þau mál sem upp komu. 

Skemmtileg, fróð og lausnamiðuð.

Vingjarnleg, ráðagóð, alltaf tilbúin að hlusta á farþega, vel upplýst og kunnug á svæðinu, talar arabísku, leysti öll vandamál strax.




Póstlisti