Helgi Reynir Árnason

Helgi Reynir Árnason

Helgi Reynir Árnason er fæddur og uppalinn á Ólafsfirði. Alla tíð hefur hann haft áhuga á íþróttum og útivist í snjó, en hann er margfaldur Íslandsmeistari í snjókrossi og byrjaði fyrir nokkrum árum að stunda bæði fjallaskíðun og skíðagöngu af kappi. Þá hefur hann kennt skíðagöngu á vegum Skíðafélags Ólafsfjarðar í 4 ár, á Siglufirði, Egilsstöðum og í Ólafsfirði. Helgi hefur einnig stundað almenningsgöngur og gengið vel bæði hér heima og erlendis. Hann er kvæntur Diljá Helgadóttur og saman eiga þau þrjú börn.

Umsagnir farþega

Mjög hjálplegur, lagði sig mikið fram bæði við þjálfun og koma með ábendingar við hæfi hvers og eins.

Helgi Reynir er svo ótrúlega þolinmóður og góður að útskýra. Toppkennari.

Frábær kennari, vel skipulagður, einstaklega liðlegur.




Póstlisti