Katrín Árnadóttir

Katrín Árnadóttir

Katrín Árnadóttir er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún lauk námi í hjúkrunarfræði árið 2011 og hefur starfað við hjúkrun að mestu síðan. Hún er gift Jens Þór og saman eiga þau tvo syni og fjárhundinn Nap.

Katrín átti sínar helstu fyrirmyndir í skíðagöngu á uppvaxtarárunum á Ísafirði og fór svo sjálf að æfa íþróttina um 10 ára aldur. Hún keppti á unglingsárum og fram á fullorðinsár með góðum árangri og fékk inngöngu í fjölþrautarfélagið Landvættir árið 2013. 

Í dag nýtur hún hverskyns hreyfingar og útivistar með fjölskyldunni, á skíðum, hlaupum, fjallahjólreiðum eða göngum.

Umsagnir farþega

Segir vel til, tillitsöm og sinnti öllum. Alltaf brosandi og glöð.

Áhugasöm, hress og jákvæð og umhugað um þátttakendur.

Alltaf tilbúin að hjálpa og leiðbeina.




Póstlisti