Katrín Árnadóttir

Katrín Árnadóttir


Katrín Árnadóttir er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún lauk námi í hjúkrunarfræði árið 2011 og hefur starfað við hjúkrun síðan en síðustu 2 sumur hefur hún einnig starfað sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún er gift Jens Þór og saman eiga þau tvo syni og hundinn Mikka. Katrín átti sínar helstu fyrirmyndir í skíðagöngu á uppvaxtarárunum á Ísafirði og fór svo sjálf að æfa íþróttina um 10 ára aldur. Í dag nýtur hún þess að fara með fjölskyldunni á skíði, bæði svig og göngu, auk þess sem þau hjóla saman upp um fjöll og firnindi þess á milli. Katrín hlaut inngöngu í fjölþrautafélagið Landvættir sumarið 2013 og hún hefur áhuga á hverskyns hreyfingu og útivist; skíðagöngu og skíðum, göngum, hlaupi og hjólreiðum.