Við bætum siglingum við ferðaflóruna okkar!

Við bætum siglingum við ferðaflóruna okkar!

Við hjá Ferðaþjónustu bænda hf. - Bændaferðum erum spennt að deila með þér þeim stórfréttum að við höfum fest kaup á ferðaskrifstofunni Súla Travel, sem sérhæfir sig í skemmtiferðasiglingum með Norwegian Cruise Line!

Þetta þýðir að þú munt á næsta ári geta bókað hjá okkur glæsilegar siglingar út um allan heim, hvort sem þig dreymir um Karíbahafið, Miðjarðarhafið, Asíu eða Norður-Evrópu. Að ferðast með skemmtiferðaskipi er ólíkt flestu öðru þar sem þau gefa auðvelda leið til að kynnast fjölda áfangastaða án mikillar fyrirhafnar. Maður vaknar einfaldlega á nýjum stað – ekkert vesen né fyrirhöfn.

Norwegian Cruise Line hefur verið valið besta skipafélagið í Evrópu tíu ár í röð og er þekkt fyrir frábæra þjónustu, fjölbreytta afþreyingu og einstaklega góðan mat um borð.

Við hlökkum til að sjá þig um borð!

 
Við viljum að sjálfsögðu tryggja að þær ferðir sem Súla Travel hefur skipulagt verði hnökralaus og ánægjuleg fyrir okkar viðskiptavini. Þess vegna munu starfsmenn Súlu Travel halda áfram að þjónusta siglingarnar á meðan samruni fyrirtækjanna fer fram, þannig tryggjum við áfram persónulega og faglega þjónustu eins og þið þekkið hana.

Við munum svo upplýsa um það þegar skemmtiferðasiglingarnar verða tiltækar á vef Bændaferða. Þangað til hvetjum við þig til að skoða úrvalið fyrir 2026 á vef Súla Travel.

Á myndinni eru Sævar Skaptason, stjórnarformaður Ferðaþjónustu bænda hf., Jóhann Jónsson og Sigurjón Þór Hafsteinsson, eigendur Súlu Travel og Berglind Viktorsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda hf.

 

Tengdar ferðir




Póstlisti