Um Bændaferðir

Um Bændaferðir

Bændaferðir bjóða innihaldsríkar pakkaferðir með íslenskri fararstjórn um allan heim, þar sem fólk nýtur góðs félagsskapar og kynnist menningu og náttúru merkra áfangastaða.

Ferðaskrifstofan Bændaferðir á rætur sínar að rekja til ársins 1965, en þá hófust hinar hefðbundnu rútuferðir fyrir bændur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og í dag bjóða Bændaferðir upp á fjölbreyttar ferðir um víða veröld sem einskorðast ekki lengur bara við bændur eins og fyrrum daga. Allir sem hafa áhuga á að ferðast áhyggjulaust og kynnast menningu og öðlast fræðslu með íslenskri fararstjórn geta bókað sig í ferð með Bændaferðum.
 
Við leggjum áherslu á áhugaverðar rútuferðir um Evrópu og Kanada en bjóðum einnig upp á spennandi sérferðir til framandi landa. Hjá okkur er einnig fjölbreytt úrval hreyfiferða þar sem útivist skipar stóran sess. Þess má geta að Bændaferðir eru umboðsaðili Abbott World Marathon Majors maraþonanna, þeirra stærstu í heimi. Loks bjóðum við upp á ferðir með fararstjóra til Evrópu fyrir sérhópa af öllu tagi.
 
Nánari upplýsingar um allar ferðir eru að finna hér á vefsíðunni sem er auðvitað alltaf opin fyrir móttöku bókana, borgunar staðfestingargjalds og innágreiðslna.

Það er líka hægt að hringja í okkur eða líta til okkar að Síðumúla 2 til að bóka, fá upplýsingar um ferðir og hvaðeina. Athugið, að það er ekkert aukagjald tekið fyrir að bóka símleiðis né á vefsíðu Bændaferða.
 
Einnig bendum við á bæklinginn okkar sem kemur út í nóvember ár hvert. Hann má finna hér og einnig er alltaf hægt að nálgast hjá okkur á skrifstofunni eða með því hringja í okkur þangað í síma 570 2790 og fá hann heimsendan.

Upplifðu draumaferðina þína með Bændaferðum. Við tökum vel á móti þér!

 

Ferðaþjónusta bænda hf. er með fullt ferðaskrifstofuleyfi frá samgönguráðuneytinu, sem ennfremur hefur eftirlit með rekstrinum.

Ferðaþjónusta bænda hf. er meðlimur í Samtökum aðila í ferðaþjónustu (S.A.F.)

Ferðaþjónusta bænda hf. / Bændaferðir
Síðumúla 2. 2. hæð.
108 Reykjavík
Kt. 530891-1359
Vsk. nr. 31471
Póstlisti