Bændaferðir

Í bændaferðunum okkar svokölluðu er farið í einstaklega áhugaverðar rútuferðir um Evrópu og Kanada með fyrsta flokks íslenskum fararstjóra. Okkar markmið er að farþegar okkar öðlist einstaka ferðaupplifun á spennandi áfangastöðum í frábærum félagsskap. Rútuferð með Bændaferðum er afar góður kostur fyrir þá sem vilja fara í áhyggjulaust ferðalag. Í þeim er farið á milli staða þægilegri rútu, ljúffengur matur er í boði - borðaður í skemmtilegum félagsskap, svo ekki sé minnst á fararstjórann sem veitir mikið öryggi. Bændaferðirnar hafa einnig þá sérstöðu að óvenju mikið er innifalið í þeim; flug, flugvallagjöld og skattar, gisting í tveggja manna herbergi með baði, allar skoðunarferðir með rútu og hálft fæði. Oft skapast mikill vinskapur á milli ferðafélaganna í þessum ferðum og minningarnar sem skapast eru óteljandi. 

 
Finndu draumaferðina þína hjá Bændaferðum!

Fjöldi ferða

Leitað eftir""
Loading...Póstlisti