Aðalsteinn Jónsson

Aðalsteinn Jónsson

Ég heiti Aðalsteinn Jónsson, kvæntur og þriggja sona faðir sem allir eru á kafi í fótbolta og fleiri íþróttum. Ég er lærður íþróttakennari og starfa við það í dag. 
 
Ég starfaði í 10 ár sem fararstjóri, m.a. í Kempervennen Hollandi þar sem stílað var inn fjölbreytta afþreyingu fyrir barnafjölskyldur. Mikið var lagt upp úr alhliða hreyfingu - göngu- og hjólaferðum fyrir alla aldurshópa. Þá var ég nokkur sumur á Krít og var svipað upp á teningnum þar nema hvað hitinn stýrði aðgerðum fólks. Þar er vinsælt að liggja á ströndinni, en þó var ein ferð sem stóð upp úr, en það var gönguferðin niður eitt lengsta gljúfur Evrópu - Samaría, sem er 19,6 km á lengd og endað niður við dimmblátt Eyjahafið. 
 
Undanfarin ár hef ég tekið að mér styttri ferðir fyrir Bændaferðir, einna helst svokallaðar hreyfiferðir en einnig jóla-og skemmtiferðir. Mér finnst fólk oftast nær vilja blanda saman fróðleik, hreyfingu, upplifa mismunandi menningu og virða fyrir sér hið margbreytilega landslag á hverjum stað og að sjálfsögðu slappa af og njóta.

Ferðir með Aðalsteini

Umsagnir farþega

Alltaf jákvæður og glaður, aldrei nein vandamál, bara lausnir.

Hann er vel skipulagður og umhyggjusamur, hress og skemmtilegur.

Aðalsteinn er einn besti farastjóri sem ég hef kynnst og getur hann fengið hina mestu fýlupúka til að brosa hringinn. Hann er skemmtilegur, hlýr, áhugasamur og tekur mikinn þátt í öllu og tekur sjálfan sig ekki of hátíðlegann. Algerlega frábær.

Hann er algjörlega með þetta frá A-Ö. Heldur vel utan um hópinn sinn. Pant fara í fleiri ferðir með Alla.

Aðalsteinn er skemmtilegur maður, sýndi fólkinu áhuga og er hjálplegur.
Póstlisti