Go to navigation .
Ástríður Einarsdóttir er kennari og hefur lengst af starfað sem slíkur á Íslandi og í Noregi. Hún hefur einnig komið að verkefnastjórn, námsefnisgerð og fleiru kennslutengdu. Ástríður á fjögur börn og býr um þessar mundir í Skagafirði þar sem hún sinnir frekara námi og þýðingum. Ferðalög hafa alltaf átt hug hennar og hefur hún ferðast víða erlendis, bæði í starfi sínu og frístundum. Undanfarin misseri hafa rafhjólaferðir verið ofarlega á óskalistanum. Það sem helst heillar við ferðamennskuna er að kynnast mannlífi og menningu annarra þjóða. Af öðrum áhugamálum Ástríðar má nefna handverk og fólk, enda er maður manns gaman.