Go to navigation .
Unnur Jensdóttir hefur undanfarin 30 ár starfað sem tónlistarkennari á veturna og leiðsögumaður á sumrin. Hún er fædd og uppalin á Íslandi en er færeysk í móðurætt, talar færeysku og lítur á Færeyjar sem sitt annað heimaland. Unnur er einnig frönskumælandi og hefur dvalið langdvölum bæði í Frakklandi og Sviss.
Ásamt tónlistarkennslu og leiðsögn stundar Unnur mastersnám í ferðamálafræði þar sem hún rannsakar tengsl ferðamennsku og tónlistar.