Ólafur Thorlacius Árnason

Ólafur Thorlacius Árnason

Ólafur Thorlacius Árnason er fæddur og uppalinn á Ísafirði. Hann er í sambúð með Lindu Dögg Þorbergsdóttur og saman eiga þau 3 börn. Ólafur er byggingatæknifræðingur að mennt og starfar hjá Vegagerðinni.
Frá 9 ára aldri hefur skíðaganga verið partur af lífi Ólafs á einn eða annan hátt. Skíðagönguáhugi Ólafs jókst með árunum og árangurinn í keppnum líka. Á framhaldskólaaldri sannfærði Ólafur foreldra sína um að það væri komið nóg af skóla í bili og flutti til Noregs. Í Noregi naut Ólafur aðstoðar sumra af færustu þjálfurum Noregs og keppti í fjölda keppna þar í landi, víða í Evrópu og auðvitað heima á Íslandi.
Í dag er Ólafur virkur meðlimur í Skíðagöngufélaginu Ulli þar sem áhuginn liggur aðallega í uppbyggingu skíðagöngustarfs fyrir börn og unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Ólafur hefur lengi starfað sem leiðbeinandi bæði fyrir fullorðna og börn.
Helstu áhugamál fyrir utan skíðagöngu er almenn útivist, hlaup, stangveiði og auðvitað fjölskyldan.




Póstlisti