Perla Magnúsdóttir

Perla Magnúsdóttir

Perla Magnúsdóttir er ung og lífsglöð útivistarkona sem kemur úr Hafnarfirðinum. Hún er menntaður leiðsögumaður og ferðamálafræðingur sem hefur starfað í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin 13 ár. Í dag starfar hún aðallega við alls konar leiðsögn og fararstjórn auk þess að vera nemandi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Perla hefur óbilandi áhuga á útiveru og ferðalögum. Hún hefur ferðast mikið hérlendis sem og víðs vegar um heiminn. Ferðalögin eiga það öll sameiginlegt að hafa aukið víðsýni hennar, sjálfsbjargarviðleitni og þakklæti. Það er í raun ekkert sem nærir hana meira heldur en útivera í fallegu umhverfi, með góðu fólki og stemmningu.




Póstlisti