Gísli Einarsson

Gísli Einarsson

Gísli Einarsson er fæddur árið 1967. Hann er frá Lundi í Lundarreykjadal í Borgarfirði en er nú búsettur í Borgarnesi. Kona hans er Guðrún Hulda Pálmadóttir, bókari hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn.
 
Gísli lauk stúdentsprófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1988 og hefur síðan unnið ýmiskonar störf, lengst af þó við fjölmiðla. Hann er í dag dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu en kemur einnig reglulega fram sem skemmtikraftur á árshátíðum, þorrablótum og hvers kyns skemmtunum. Þá hefur Gísli tekið að sér að staðarleiðsögn fyrir hópa um Vesturland.
 
Gísli er eins og fleiri sveitamenn alinn upp við að menn fari ekki á fjöll nema eiga þangað erindi, annað hvort til að leita sauða eða skjóta rjúpur. Í seinni tíð hefur hann þurft að kúvenda í þeirri afstöðu því hans aðaláhugamál í dag eru fjallgöngur, innanlands sem utan.

Umsagnir farþega

Hann var alveg frábær, áreiðanlegur og skemmtilegur

Fumlaus og fagleg vinnubrögð

Hef ekki fengið betri fararstjóra en Gísla Einarsson

Úrræðagóður, yfirvegaður, rólegur undir álagi og með skemmtilegar sögur og brandara.
Póstlisti