Íris Marelsdóttir

Íris Marelsdóttir

Íris Marelsdóttir er fædd árið 1961. Hún útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá HÍ 1986 og hefur m.a. starfað í Bandaríkjunum, sem yfirsjúkraþjálfari á Reykjalundi og á Hjarta- og lungnastöðinni í Reykjavík.

Árið 2009 útskrifaðist hún frá HÍ sem viðskiptafræðingur og hóf að því loknu störf við áætlanagerð og heilbrigðisviðbúnað, fyrst hjá almannnavarnadeild ríkislögreglustjóra en nú á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Yfir sumartímann hefur hún starfað sem landvörður á Rangárvallaafrétti með aðsetur í Hvanngili á Syðra – fjallabaki. Árið 2015 lauk hún námi frá Leiðsöguskóla MK.

Útivist hefur alltaf átt hug hennar allan og hún stundar gönguskíði og svigskíði á veturna en gönguferðir, kajakróður og útilegur yfir sumartímann. Hún hefur verið virkur félagi í Hjálparsveit skáta í Kópavogi síðustu 30 ár. Árið 2012 tók hún þátt í hinni frægu Vasagöngu í Svíþjóð, sem er lengsta skíðaganga í heimi. Á hverjum vetri fer hún einnig í  skíðaferðir um hálendi Íslands og finnst fátt skemmtilegra. Íris fór sem fararstjóri í fyrstu gönguskíðaferðina á vegum Ferðaþjónustu bænda til Seefeld árið 2005 og tókst sú ferð með eindæmum vel, en hún hefur verið fararstjóri í gönguskíðaferðum Bændaferða síðan þá, ásamt eiginmanni sínum Árna Ingólfssyni.

Umsagnir farþega

Íris hefur ávallt góða yfirsýn yfir hópinn og er auk þess úrræðagóð og elskuleg sem fararstjóri.

Íris er traustur farastjóri. Hún er hjálpleg og hefur þann eiginleika að þjappa fólkinu saman.

Hún er einstaklega alúðleg í allri framkomu og umhyggjusemi fyrir öllu og öllum.

Hún er alltaf jákvæð og hressir mann því við ef eitthvað er þungt í manni. Einnig er ekki of mikið fararstjóra stress í henni maður fær að vera frjáls og njóta sín á eigin forsendum.

Hún hefur allt til að bera sem góður fararstjóri. Alltaf hægt að leita til hennar, hún hefur metnað fyrir starfinu og að allir séu ánægðir.