Íris Marelsdóttir

Íris Marelsdóttir

Íris er sjúkraþjálfari og leiðsögumaður og starfar sem yfirsjúkraþjálfari hjá Reykjavíkurborg. Hún hefur verið gönguskíðaleiðsögumaður hjá Bændaferðum síðan 2005 og farið fjölmargar gönguskíðaferðir til Ramsau, Toblach og til Seefeld. Íris lauk leiðsögumannsprófi frá MK árið 2015 og hennar aðaláhugamál er útivist af öllu tagi og gönguleiðsögn að sumri sem að vetri. Hún fékk gott veganesti inn í fjallalífið sem björgunarsveitarmaður í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 

Umsagnir farþega

Íris hefur ávallt góða yfirsýn yfir hópinn og er auk þess úrræðagóð og elskuleg sem fararstjóri.

Íris er traustur farastjóri. Hún er hjálpleg og hefur þann eiginleika að þjappa fólkinu saman.

Hún er einstaklega alúðleg í allri framkomu og umhyggjusemi fyrir öllu og öllum.

Hún er alltaf jákvæð og hressir mann því við ef eitthvað er þungt í manni. Einnig er ekki of mikið fararstjóra stress í henni maður fær að vera frjáls og njóta sín á eigin forsendum.

Hún hefur allt til að bera sem góður fararstjóri. Alltaf hægt að leita til hennar, hún hefur metnað fyrir starfinu og að allir séu ánægðir.
Póstlisti