Anna Sigríður Vernharðsdóttir

Anna Sigríður Vernharðsdóttir

Anna Sigríður Vernharðsdóttir er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og starfar sem yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. Hún var á árum áður félagi í Hjálparsveit skáta Kópavogi og var um tíma yfirleiðbeinandi Björgunarskólans í fyrstu hjálp.

Anna Sigga, eins og hún er alltaf kölluð, hefur áhuga á alls konar útivist og nýtir hvert tækifæri til ævintýra og útivistar. Fjallgöngur, hlaup, sund, hjólreiðar og skíðaganga eru í uppáhaldi.

Hún hefur gaman af því að taka þátt í áskorunum sem tengjast útivist og sumarið 2013 fékk hún inngöngu í fjölþrautarfélag Landvætta á Íslandi. Til þess þarf að ljúka á einu ári Fossavatnsgöngunni sem er 50 km skíðaganga á Vestfjörðum, Bláalónsþrautinni sem er 60 km fjallahjólakeppni á Suðurlandi, Urriðavatnssundi sem er 2,6 km sund á Austurlandi og Jökulsárhlaupi sem er 32,7 km hlaup á Norðurlandi.

Ein af hennar áskorunum var að fara í Vasagönguna, sem er 90 km skíðaganga og svo tók hún þátt í að hjóla hringinn í kringum landið með vinnufélögum sínum á Landspítalanum í WOW Cyclothon sumarið 2015. Anna Sigga hjólaði líka frá Danmörku til Parísar sumarið 2018 með Team Rynkeby Ísland.

Anna Sigga hefur verið fararstjóri í gönguskíða- og útivistarferðum á vegum Bændaferða.

Umsagnir farþega

Hún vinnur vel, er skipulögð, er einstaklega góð í umgengni og þægileg kona.

Góður fararstjóri.

Áhugasöm og vinsamleg, sýndi fólki umhyggju og hélt mjög vel utan um hópinn.

Hún fór með hópnum í allar ferðir, passaði upp á þann sem var síðastur, glaðleg, aflaði sér upplýsinga ef þurfti.

Jákvæð, glaðlynd, fljót að leysa þau mál sem upp koma.