Go to navigation .
Steinunn er fædd í Reykjavík árið 1994. Hún útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Síðan hefur hún starfað sem leikkona við stóru leikhúsin jafnt sem sjálfstætt starfandi leikhópa. Í vetur leikur hún í uppfærslu í Borgarleikhúsinu. Hún hefur líka starfað sem kennari í sviðlistum í grunnskólum, framhaldsskólum og í leiklistarskóla Borgarleikhússins. Steinunn hefur starfað sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna á Íslandi og Grænlandi undanfarin ár. Helstu áhugamál Steinunnar eru hestamennska sem leikur stóran þátt í hennar lífi. Hún starfaði nokkur sumur á ræktunarbúum í Borgarfirði.