Gott að vita

Gott að vita

Bændaferðir fyrir alla

Bændaferðir eru opnar öllum þeim sem hafa gaman af að ferðast, upplifa nýja hluti og njóta þess að vera til í góðum félagsskap. Bændaferðir eru ekki bara fyrir bændur, þó vissulega séu þeir einnig svo sannarlega velkomnir.

 
Bókun hjá Bændaferðum

  • Það er hægt að bóka beint á vefnum okkar baendaferdir.is
  • Einnig er hægt að bóka símleiðis í síma 570 2790 eða koma við á skrifstofu okkar að Síðumúla 2, 108 Reykjavík á milli kl. 8:30 – 16:00.
  • Ekkert bókunargjald er tekið þó þú bókir beint hjá okkur enda viljum við stuðla að nánum samskiptum við okkar viðskiptavini.
  • Þegar bókað er beint á vefnum greiðist staðfestingargjald við bókun. Fullnaðargreiðsla þarf síðan að hafa farið fram 8 vikum fyrir brottför.

 
Gjafabréf Ferðaþjónustu bænda / Bændaferða

Hægt er að kaupa gjafabréf Bændaferða en þau eru hægt að nýta hvortveggja í utanlandsferðir og hér innanlands hjá okkar fjölmörgu ferðaþjónstubændum. Gjafabréf Bændaferða er tilvalin gjöf til að gleðja nána ættingja og vini.


Gjafabréf Icelandair og vildarpunktar

  • Í þeim ferðum þar sem við ferðumst með Icelandair þá geta farþegar notað gjafabréf Icelandair sem greiðslu uppí ferðina. Við tökum við einu slíku gjafabréfi á mann, hvort sem um er að ræða punktabréf eða gjafabréf sem hægt er að kaupa hjá stéttarfélögum.
  • Hægt er að kaupa gjafabréf Icelandair í gegnum vefsíðu þeirra.
  • Þegar flogið er með Icelandair þá fá farþegar vildarpunkta fyrir flugið. Ekki þarf að tilkynna aðild að vildarklúbbnum sérstaklega.


Ferðagögn

Ferðagögn eru send tveimur vikum fyrir brottför. Ef ferðagögn berast ekki af einhverjum sökum þá skaltu endilega hafa samband við okkur hjá Bændaferðum


Get ég lengt ferðina mína?

Þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair þá er hægt að sækja um að breyta heimferð. Slík breyting kostar að öllu jöfnu 5.000 kr á mann, ef Icelandair samþykkir slíka breytingu í sama verðflokki og flugbókun Bændaferða segir til um. Oft getur reynst erfitt að breyta tilbaka, gott er að hafa það í huga þegar beðið er um slíka breytingu. Ef farþegar ætla sér að bóka hótel þá mælum við með því að þeir bíði eftir því að fá breytinguna staðfesta áður en slíkt er gert.


Hvar fæ ég upplýsingar um bólusetningar?

Þegar ferðast er um Evrópu þá er að öllu jöfnu ekki þörf á bólusetningum. Þegar ferðast er til fjarlægra landa þá mælum við með bólusetningum og sendum hagnýtar upplýsingar á viðkomandi farþega með slíkum upplýsingum. Einnig er hægt að fá upplýsingar um bólusetningar á flestum heilsugæslustöðvum, hjá heimilislækni eða Ferðavernd. Nauðsynlegt er að huga að bólusetningum eigi síðar en mánuði fyrir brottför.


Hvernig borga ég ferðina mína?

Við bókun greiðist staðfestingargjald sem er í kringum 10% af heildarverði ferðarinnar. Staðfestingargjald er óafturkræft. Fullnaðargreiðsla á ferðinni þarf að hafa borist skrifstofunni 8 vikum fyrir brottför, nema annað sé tekið sérstaklega fram. Hægt er að greiða með greiðslukorti, debetkorti eða leggja inná bankareikning okkar. Ef farþegi vill greiða með Amex greiðslukorti leggst 1,6 % ofan á verð ferðarinnar.


Vegabréf – Gildistími

Þegar ferðast er utan Evrópu þá þarf gildistími vegabréfa að vera í amk. 6 mánuðum eftir heimkomu. Gott er að skoða vegabréfin sín strax við bókun.

 
ESTA / ETA – ferðast til Bandaríkjanna og Kanada

Þegar ferðast er til Bandaríkjanna og Kanada þarf að sækja um ESTA (Bandaríkin) og ETA (Kanada)
Best að sækja um ESTA á vefsíðu Icelandair.

 
Má taka með lyf í ferðina?

Við mælum með að farþegar taki með sér lyfseðilsskyld lyf fyrir fyrstu dagana í handfarangur og þurfa lyfin að vera í upprunalegum umbúðum. Mikilvægt er að hafa lyf fyrir alla ferðina meðferðis.


Get ég bókað sæti í flugvélinni?

Bændaferðir sjá ekki um að bóka farþega í flugsæti en við sendum lista til Icelandair til að reyna að tryggja að fólk sem ferðast saman geti setið saman. Slíkt er þó ekki möguleiki í öllum tilvikum. Hægt er að fara inn á vef Icelandair 36 klst fyrir brottför og innrita sig. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að breyta um sæti / velja nýtt sæti.
 
 

Upplýsingar vegna COVID19

Við hjá Bændaferðum viljum tryggja öryggi og velferð viðskiptavina okkar og fylgjumst því náið með gangi mála hvað varðar ferðatakmarkanir og ferðalög. Við förum eftir leiðbeiningum frá sóttvarnarlækni og embætti landlæknis. Við höfum þegar aflýst brottförum til staða sem eru á skilgreindum hættusvæðum og metum stöðuna daglega varðandi þær ferðir sem framundan eru. Á vef landlæknisembættisins má finna nýjustu upplýsingar um veiruna og útbreiðslu hennar. Þar er einnig fjallað um ferðalög út fyrir landssteinana og hvetjum við ykkur til að lesa þær upplýsingar vel.

Ráðleggingar til ferðamanna á vefsíðu Landlæknis vegna COVID-19

Upplýsingasíða um COVID-19