Elísabet Sveinsdóttir

Elísabet Sveinsdóttir

Elísabet er mikil útivistarmanneskja, hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað sem markaðsstjóri ýmissa fyrirtækja stærstan hluta síns vinnuferils. Hún bjó í Þýskalandi um árabil ásamt fjölskyldu sinni og ferðaðist víða um Evrópu meðan á dvölinni stóð. Hún, ásamt manni sínum Aðalsteini Jónssyni sem einnig er fararstjóri, hefur tekið þátt í fjölda ferða á vegum Bændaferða við góðan orðstír. Elísabet hefur m.a. látið til sín taka í góðgerðarmálum og stofnaði ásamt vinkonum sínum Á allra vörum, sem margir þekkja.

Umsagnir farþega

Létt, skemmtileg og fræðandi.

Elísabet gerði sér far um að tengjast ferðafélögum strax í upphafi, hún hafði mjög skemmtilega og góða nærveru og var auðvelt að leita til hennar með hvers konar mál.

Vingjarnleg, þekkti alla með nafni, alúðleg og glaðvær.

Hún er jákvæð, skipulögð, skemmtileg og tillitsöm.
Póstlisti