Magnús R. Einarsson

Magnús R. Einarsson

Magnús R. Einarsson er Reykvíkingur sem ólst upp á Seyðisfirði. Hann stundaði nám í tónlist hér heima og svo seinna á Englandi og Ítalíu. Eftir tónlistarnámið lagðist hann í ferðalög um Asíu og Eyjaálfu í hartnær tvö ár. Eftir heimkomuna 1984 gerðist hann dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu á Rás 1. Hann hefur jafnframt ætíð starfað sem tónlistarmaður og leikið með ýmsum hljómsveitum og söngvurum. Hann hefur undanfarin ár búið bæði í París og Alicante og sent þaðan reglulega pistla í Mannlega þáttinn á Rás 1. Magnús er núna búsettur í Vestmannaeyjum.
Póstlisti