Þóra Björk Valsteinsdóttir

Þóra Björk Valsteinsdóttir

Þóra Björk Valsteinsdóttir er fædd árið 1962 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð lá leiðin til Grikklands þar sem að hún festi rætur og býr enn eftir 36 ár, gift og á 2 börn. Í Grikklandi nam hún m.a. grísku við háskólann í Aþenu, tók kennarapróf í ensku og fór á leiðsögumannanámskeið á vegum Aþenuháskóla. Þóra er einnig sagnfræðingur eftir að hafa stundað fjarnám í þeirri fræðigrein við Háskóla Íslands.

Þóra fór fljótt að vinna við fararstjórn í Grikklandi og vann í fimm ár fyrir ensk-ameríska ferðaskrifstofu sem fararstjóri á skemmtiferðaskipum í skemmtisiglingum um Miðjarðarhafið. Í framhaldi af því hefur Þóra unnið sem fararstjóri á sólarströndum gríska meginlandsins og á Krít auk þess sem að hún hefur tekið að sér fjölda sérferða út um allann heim, þar á meðal til Ítalíu, Austurríki, Sviss, Slóveníu, Tyrklands, Egyptalands, Marokkó, Indlands, Víetnam, Kína, Japan og Ástralíu.

Umsagnir farþega

Hún er alveg frábær, úrræðagóð, skemmtileg, fljót að redda hlutum og varð ein af hópnum.

Ég mæli með Þóru vegna þess að hún er einstök manneskja. Yndisleg, skemmtileg, óendanlega fróð og mætir til verks mjög vel undirbúin. Skemmtileg, félagslega sterk og vinnur sína vinnu óaðfinnanlega.

Hún stóð sig mjög vel að öllu leiti. Var með mikinn fróðleik um alla staði sem við fórum til. Lífleg og skemmtileg.

Ef ég á að gefa Þóru einkunn þá væri það 10+, hún hefur allt sem góðum fararstjóra sæmir. Frábær félagi, skipulögð, fróð, skemmtileg. Gerir allt fyrir farþegana til þess að ferðin verði sem best.

Frábær manneskja, gott hjartalag, góða útgeislun, mjög fróð, veit allt á milli himins og jarðar. Gef henni 10+.
Póstlisti