Sveinbjörn Sigurðsson

Sveinbjörn Sigurðsson

Sveinbjörn Sigurðsson er fæddur árið 1965. Hann starfar sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari við Sjúkraþjálfarann í Hafnarfirði. Sveinbjörn útskrifaðist frá Leiðsöguskólanum árið 2000 og hefur unnið við leiðsögn bæði hér heima og erlendis. Í um 10 ár bjó Sveinbjörn í Þýskalandi og Noregi þar sem hann var bæði við nám og störf.

Sveinbjörn hefur mikla reynslu af þjálfun enda þjálfaði hann í 30 ár bæði handbolta- og fótboltalið og síðustu 5 árin hefur hann komið að þjálfun skíðagöngufólks á höfuðborgarsvæðinu, bæði hjá Skíðagöngufélaginu Ulli og á eigin vegum. Einnig er hann í mótanefnd Skíðagöngufélagsins Ullar.

Sveinbjörn hefur margþætta reynslu af hinum ýmsu keppnum bæði hér heima og erlendis. Hann er tvöfaldur Landvættur, hefur tekið þátt í fjölda maraþona og farið í helstu utanvegahlaup landsins. Á síðustu árum hefur hann lagt meiri áherslu á skíðagöngu og skíðakennslu og sótt nær öll mót á Íslandi og helstu mót erlendis í þeirri grein.
Póstlisti