Kolefnisjöfnun

Kolefnisjöfnun

Allar flugferðir Bændaferða kolefnisjafnaðar

Frá árinu 2020 hafa allar flugferðir á vegum Bændaferða kolefnisjafnaðar. Samvinna er eitt af okkar leiðarljósum og því hefur verið valin sú leið að fyrirtækið kolefnisjafni hverja flugferð til jafns við viðskiptavini Bændaferða. Í útreikningum á CO2 útblæstri er notast við reiknivél Alþjóða flugmálastofnunar (ICAO) og verður kolefnið bundið með landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis.

Framlag viðskiptavina er innifalið í heildarverði ferða.

 
Samfélagsleg ábyrgð

Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að leggja eitthvað af mörkum þegar kemur að loftslagsmálum. Í byrjun árs 2020 tók ferðaskrifstofan upp kolefnisbókhald og kolefnisjafnar starfsemina. Við viljum sýna ábyrgð í verki, hvetja aðra til góðra verka og vinna saman að verkefnum með Heimsmarkmiðin að leiðarljósi. Við eigum bara eina jörð og hana viljum rækta og hlúa vel að fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir.

 
Kolefnisbinding - í samstarfi við ferðaþjónustubændur

Hey_Náttúra_kolefnissjóðurMargt smátt gerir eitt stórt og mun andvirði kolefnisjöfnunar fyrirtækisins og viðskiptavina þess renna í sérstakan sjóð Hey Náttúra sem Ferðaþjónusta bænda hf. og Félag ferðaþjónustubænda standa að. Í samvinnu við félaga innan Hey Iceland verður unnið að verkefnum á sviði landgræðslu, skógræktar og endurheimt votlendis. Reglur sjóðsins verða sýnilegar á vefsíðu Bændaferða og Hey Iceland eftir að hann verður formlega settur í loftið.

Í dag eru bændur í lykilstöðu við að binda kolefni í jörðu og því er þetta samstarf við grasrótina fyrirtækinu mikilvægt. Áhersla verður lögð á gagnsæi og kynningu á framgangi verkefna sem sjóðurinn kemur að. Þannig munu viðskiptavinir og aðrir áhugasamir geta fylgst með því hvernig fjármunum sjóðsins verður varið.

 
Hvernig er kolefnisgjaldið reiknað út?

Í útreikningum á CO2 útblæstri er notast við reiknivél Alþjóða flugmálastofnunar (ICAO). Gengið er út frá þeirri forsendu að 2000 kr. fáist fyrir hvert tonn af CO2 . Þetta þýðir framlag til kolefnisjöfnunar á flugi með Bændaferðum til Munchen upp á 892 kr. sem skiptist jafnt á milli viðskiptavinar og ferðaskrifstofunnar, þ.e. 446 kr. á hvorn aðila. 

 
Umhverfis- og gæðamál í forgrunni

Ferðaþjónusta bænda hf. hefur unnið eftir sjálfbærnistefnu frá árinu 2002. Það er gæðavottað af Vakanum, með gull-umhverfismerki auk þess að vera þátttakandi í hvatningaverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta.




Póstlisti