26. ágúst – 2. september 2023 (8 dagar)
Hér er á ferðinni glæsileg vikuferð til Ítalíu í strandbæinn Chioggia þar sem við njótum sólar á gylltri ströndinni á töfrandi stað við Feneyjarlónið. Ferðin byrjar í Bologna en elsti hluti borgarinnar er einn af best varðveittustu borgarhlutum Evrópu. Áð verður í miðaldabænum Ferrara á leið til Chioggia. Við kynnumst töfrandi Veneto héraði og skemmtilegu háskólaborginni Padua. Fallega borgin Vicensa er með ítölskum léttleika og miðjarðarhafsblæ en arkitektinn Palladio prýddi borgina með stórkostlegum byggingum. Feneyjar, ein mest heillandi borg Evrópu, verður heimsótt en hún hefur löngum verið kölluð drottning Adríahafsins og ekki að ástæðulausu því hún er einn eftirsóttasti ferðamannastaður álfunnar. Við Canal Grande gefur að líta einar 200 glæsilegar hallir og á Markúsartorginu trónir glæsileg Markúsarkirkjan og minnir á höllina úr ævintýrinu Þúsund og ein nótt. Að síðustu verður litli miðaldabærinn Cittadella sóttur heim en hann er umvafinn virkisveggjum frá 12. öld og er einstaklega hrífandi.