Fornir töfrar Tyrklands

Kynntu þér forna töfra Tyrklands í þessari ógleymanlegu ferð sem sameinar sögu, menningu og stórkostlega náttúru. Ferðin byrjar í Istanbúl, sem áður hét Konstantínópel og var höfuðborg bæði Rómaveldis og síðar býsanska ríkisins í yfir þúsund ár. Borgin hefur um aldir verið brú milli Asíu og Evrópu og gegnt lykilhlutverki í sögu heimsins. Þar skoðum við glæsilegar byggingar eins og Hagia Sophia, Bláu moskuna og hinn líflega Grand Bazaar markað. Síðan fljúgum við til vesturstrandar Tyrklands og heimsækjum hina fornu rómversku borg Efesus, hof Artemis og Bulbul fjallið með húsi Maríu meyjar. Við skoðum einnig heitu lindirnar Pamukkale og fornu borgarrústirnar Hierapolis ásamt því að kynnast miðstöð súfista í Konya. Á leiðinni til Cappadocia skoðum við fornleifar 9000 ára borgarinnar Catalhoyuk þar sem konur spiluðu stórt hlutverk. Í Cappadocia upplifum við mögnuð náttúruundur í Munka-, Ímyndunar-, Dúfna- og Ástardölunum. Á vegi okkar verða líka fallegu þorpin Avanos og Cavusin. Auk þess býðst að fara í spennandi loftbelgsferð yfir svæðið og við upplifum hefðbundna tyrkneska menningu á kvöldverðarsýningu. Ferðin endar aftur í Istanbúl, þar sem við njótum frjáls dags og siglingu um Bosphorus sundið áður en haldið er heim. Komdu með og upplifðu Tyrkland í ferð þar sem fortíð og nútíð fléttast saman og hver dagur færir þér nýja upplifun.

Verð á mann 829.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 365.000 kr.


Innifalið

  • 12 daga ferð.
  • Flug með Icelandair frá Keflavík til Kaupmannahafnar og áfram með Turkish Airline til Istanbul.
  • Flug með Turkish Airline frá Istanbul til Osló og áfram með Icelandair til Keflavíkur.
  • Innanlandsflug í Tyrklandi frá Istanbul til İzmir.
  • Innanlandsflug í Tyrklandi frá Kayseri til Istanbul.
  • Flugvallarskattar fyrir alla ferðina.
  • Gisting 11 nætur í tveggja manna herbergjum á 4* og 5* hótelum samkvæmt landsmælikvarða.
  • Sjá í ferðalýsingu hvaða máltíðir eru innifaldar (M = morgunverður, H = hádegisverður, K = kvöldverður).
  • Kvöldverðarsýning í Cappadocia.
  • Sigling um Bosphorus sundið í Istanbul ásamt kvöldverði.
  • Allar rútuferðir samkvæmt ferðalýsingu í loftkældri rútu.
  • Skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu.
  • Enskumælandi staðarleiðsögn.
  • Íslensk fararstjórn.
  • Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð.

Ekki innifalið

  • Þjórfé fyrir erlendan staðarleiðsögumann og rútubílstjóra.
  • Aðrar máltíðir en þær sem taldar eru upp í ferðalýsingu.
  • Loftbelgsferð snemma morguns 26. október u.þ.b. € 350 per mann.
  • Fylgjast með Sema athöfn 23. október u.þ.b. € 35 per mann.
  • Tyrkneskt bað.
  • Forfalla- og ferðatryggingar.

Nánari upplýsingar

Vert er að hafa í huga að sérferðir eru lengri ferðir á fjarlægari slóðir. Alltaf er eitthvað um göngur og mörg svæði eru bæði hæðótt og ójöfn undir fæti og aðgengi að áfangastöðum misjafnt og stundum krefjandi. Þess ber einnig að geta að suma daga eru dagleiðir í lengra lagi til þess að unnt sé að koma hópnum á milli markverðustu staða. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

18. október | Flug til Istanbúl

Brottför frá Keflavík kl. 15:25 og mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Istanbúl kl. 23:55 að staðartíma. Frá flugvelli verður ekið á hótel þar sem gist verður næstu tvær nætur.

19. október | Istanbúl – saga, menning & markaðir

Istanbúl er fjölmennasta borg Tyrklands, miðstöð menningar og fjármála landsins. Borgin liggur beggja vegna Bosporussunds, sem tengir Svartahaf og Marmarahaf, þannig að borgin er eins og brú milli Asíu og Evrópu, bæði hvað varðar landafræði og menningu. Áætlað er að á milli 15 til 19 milljónir búi í borginni, sem þýðir að hún er ein af stærstu borgum veraldar. Hér er oft mikið um að vera, Istanbúl er spennandi og sjarmerandi og ber keim af bæði austri og vestri. Í dag förum við af stað til að skoða nokkrar af hinum stórfenglegu byggingum borgarinnar. Við skoðum Ægissif (Hagia Sophia), sem var byggð sem kirkja á 6. öld e.kr. en var breytt í mosku á 15. öld og er ein merkasta bygging heims. Á tímabili var kirkjunni breytt í safn en Erdogan gerði hana aftur að mosku. Bláa Moskan með sínum fallegu Iznik postulínsflísum er heimsótt og svo er gengið um veðreiðavöllinn (Hippodrome). Eftir hádegismatinn göngum við síðan að Grand Bazaar (Kapali Carsi) og þið fáið þar frjálsan tíma til að skoða ykkur um í einum elsta og stærsta lokaða markaði í heiminum með yfir 60 götum og 4000 verslunum. 

  • Morgunverður
  • Hádegisverður
  • Kvöldverður

20. október | Flogið til İzmir & ekið til Kusadasi

Eftir morgunverð verður haldið út á flugvöll þaðan sem flogið verður til İzmir. Þaðan verður ekið til borgarinnar Kusadasi. Borgin er á vesturströndinni og horfir út á Eyjahafið. Þar dveljum við í tvær nætur. Frjáls tími í eftirmiðdaginn. 

  • Morgunverður
  • Kvöldverður
Opna allt

21. október | Efesus – í fótspor Rómverja & frumkristni

Nú keyrum við til Efesus þar sem við skoðum hina fornu rómversku borg sem var ein af stærstu borgunum í Rómarveldi þar sem bjuggu yfir 200.000 í búar. Borgin stóð við ána Cayster og var mikilvæg hafnar- og verslunarborg sem tengdi verslunarleiðir austursins við Eyjahafið og Evrópu. Eftir skoðunarferðina í Efesus þar sem við sjáum stórar breiðgötur, hof, almenningsklósettin, gosbrunna, bókasafnið og leikhúsið þar sem Páll postuli predikaði, keyrum við upp í Bulbul (næturgala)fjallið þar sem við skoðum hús Maríu meyjar en talið er að hún hafi eytt síðustu árum ævi sinnar þar. Eftir hádegismatinn sem við borðum í bænum Seljuk tökum við stutt stopp við hof Artemis en það er líka talið vera eitt af sjö undrum hins forna heims. Við erum komin til baka til Kusadasi í eftirmiðdaginn. 

  • Morgunverður
  • Hádegisverður
  • Kvöldverður

22. október | Pamukkale & Hierapolis

Í dag keyrum við til Pamukkale en orðið þýðir bómullarkastalinn. Þarna eru heitar lindir sem liggja á stöllum í náttúrulegum kalkkerjum sem er gaman að skoða. Þegar við erum búin að skoða þetta sérstaka náttúrufyrirbæri göngum við um Hierapolis en sú borg var byggð til að hafa ofan af þeim sem komu til heilsulindarinnar í Pamukkale til forna. Þess vegna eru þar stór markaðssvæði og leikhús. Stutt frá eru aðrar lindir sem heita Karahayit og öfugt við skærbláa vatnið í Pamukkale eru þessar heitu lindir rauðar á litinn. Vatnið í þeim er alltaf 56 gráðu heitt og það er ríkt af kalki, magnesíum og súlfur. Við dveljum eina nótt í Pamukkale. 

  • Morgunverður
  • Hádegisverður
  • Kvöldverður

23. október | Konya – Mevlana safnið & Aladdin moskan

Í dag förum við snemma af stað því það er löng keyrsla til borgarinnar Konya en sú borg er miðstöð súfistanna í Tyrlandi. Súfistar eru múslimskir dulspekingar sem reyna að ná beinu sambandi við guð með andlegri og siðferðilegri iðkun. Við förum í skoðunarferð í Konya og sjáum Mevlana safnið, en það er tileinkað 13. aldar Sufi meistaranum, ljóðskáldinu og guðfræðingnum Mevlana Celaleddin i Rumi. Þegar við erum búin að skoða híbýli, safn og grafhýsi Rumi skoðum við Aladdin moskuna sem var upphaflega byggð á 12. og 13. öldinni sem höll Seljuk tyrkja. Fyrir þau sem hafa áhuga býðst að fylgjast með Sema athöfn (ekki innifalið í verði). Þar kynnumst við dularfullum siðum Mevlevi reglunnar en þeir hafa komist á lista UNESCO. Sema athöfnin er ferð um andlegan þroska mannsins, afar áhugaverð upplifun tónlistar og hreyfinga. Gist eina nótt í Konya. 

  • Morgunverður
  • Hádegisverður
  • Kvöldverður

24. október | Fornleifar í Catalhoyuk, borgin Sultanhan & Cappadocia

Eftir morgunverð keyrum við til Cappadocia og á leiðinni stoppum við til að skoða fornleifarnar í Catalhoyuk. Þetta eru mjög spennandi fornleifar sem sýna 9000 ára borg þar sem konur spiluðu stórt hlutverk. Áfram er haldið til borgarinnar Sultanhan þar sem stendur svokallað Karavansarai, en svoleiðis virki voru byggð sem hvíldarstaðir við silkileiðina á milli Konya, Aksaray og áfram til Persíu. Þetta Karavansarai er eitt af fallegustu dæmum tyrknesku Seljuk byggingarlistarinnar í Tyrklandi. Við erum komin til Cappadocia í eftirmiðdaginn og dveljum þar í 3 nætur. 

  • Morgunverður
  • Hádegisverður
  • Kvöldverður

25. október | Dagsferð um Cappadocia svæðið

Cappadocia er stórt svæði og mikið að sjá. Í dag förum við í heilsdagsferð þar sem við sjáum útisafnið í Göreme, álfastrompana (Fairy chimneys) eins og þeir eru kallaðir í Munkadalnum, en dalurinn fær nafnið af híbýlum munkanna sem grófu holur inn í klettana og settu kaðalstiga á milli þessara manngerðu hella. Við förum einnig inn í Ímyndunardalinn (Devrent Valley) sem fékk nafn sitt af því að þegar ímyndunaraflið er notað sér maður alls konar dýramyndir í klettunum. Á vegi okkar verða líka fallegu þorpin Avanos og Cavusin. Um kvöldið verður haldið á kvöldverðarsýningu þar sem við upplifum hefðbundna tyrkneska menningu. Ekið verður á hellaveitingastað í hjarta Cappadocia þar sem við snæðum kvöldverð.

  • Morgunverður
  • Hádegisverður
  • Kvöldverður

26. október | Loftbelgsferð & Meskenderdalurinn

Nú stendur til boða að fara í loftbelgsferð (ekki innifalið í verði). Það er náð í hópinn snemma morguns og keyrt til Göreme þar sem loftbelgirnir eru blásnir upp. Þegar loftbelgurinn er tilbúinn og allir eru komnir í körfuna fer reyndur flugmaður með hópinn í u.þ.b. 45 mín flug yfir Cappadocia. Eftir flugið er hópurinn keyrður aftur heim á hótel. Þessi ferð er valkvæð og það fer eftir veðri hvort loftbelgjunum er leyft að fljúga. Eftir morgunverð förum við í gönguferð um Meskenderdalinn og sjáum Dúfnadalinn þar sem frá aldaöðli voru dúfnahús vegna þess að dúfur voru mikið notaðar til matar. Frá Dúfnadalnum förum við inn í Ástardalinn þar sem klettarnir eru langir, háir og mjóir, eins og stórar oddhvassar súlur og oft með odd á toppnum. Dagurinn endar á útsýnisferð upp í Utchisarkastalan þaðan sem er frábært útsýni yfir allt svæðið. 

  • Morgunverður
  • Hádegisverður
  • Kvöldverður

27. október | Flogið aftur til Istanbúl

Eftir morgunmat verður ekið til borgarinnar Kayseri en þaðan er flogið til Istanbúl. Í Istanbúl verðum við sótt út á flugvöll og farið með okkur á hótel þar sem við dveljum í tvær nætur. Eftirmiðdagur og kvöldið er frjálst. 

  • Morgunverður
  • Kvöldverður

28. október | Frjáls dagur í Istanbúl

Við eigum frjálsan dag í Istanbúl en þar er ýmislegt hægt að skoða eins og t.d. Galata turninn, Taxim torgið og aðal verslunargötuna Istiklal og Galata brúnna. Einnig er upplagt að skella sér í tyrkneskt bað. Í eftirmiðdaginn förum við í siglingu um Bosphorus sundið. Við borðum kvöldmat á skipinu og njótum þess að sigla um þetta fræga sund á milli Evrópu og Asíu síðasta kvöldið okkar í Tyrklandi. 

  • Morgunverður
  • Kvöldverður

29. október | Heimferð

Þá er komið að heimferð eftir áhugaverða ferð. Mjög árla morguns verður ekið út á flugvöll þar sem flogið verður með Turkish Airlines kl. 09:00 til Osló. Lending í Osló kl. 11:00 og fljúgum áfram til Íslands kl. 13:10. Áætluð heimkoma í Keflavík kl. 15:20.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn. 

  • Morgunverður

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Þóra Björk Valsteinsdóttir

Þóra Björk Valsteinsdóttir er fædd árið 1962 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð lá leiðin  til Grikklands þar sem að hún festi rætur og býr enn eftir yfir 40 ár, gift og á 2 börn. Í Grikklandi nam hún m.a. grísku við háskólann í Aþenu, tók kennarapróf í ensku og fór á leiðsögumannanámskeið á vegum Aþenuháskóla. Þóra er einnig sagnfræðingur eftir að hafa stundað fjarnám í þeirri fræðigrein við Háskóla Íslands.

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti