Gengið við Amalfíströndina

Amalfíströndin er þekkt fyrir sitt dramatíska landslag, snarbratta kletta í sjó fram, fallegar steinvölustrendur, falda hella og tignarleg fjöll sem gnæfa yfir ásamt stölluðum hlíðum fylltum sítrónutrjám, vínekrum og ólífulundum. Hér eru líka gullfalleg þorp við klettótta sjávarsíðuna og upp eftir hömrunum. Í þessari yndislegu ferð njótum við þess feta í fótspor guðanna á göngu um Amalfíströndina og næsta nágrenni. Stórkostlegt útsýni er frá gönguleiðunum í þessari ferð yfir hinn dásamlega Napólíflóa sem er einn fallegasti á Ítalíu. Við dveljum í bænum Marina di Seiano og njótum þar útivistar og lífsins lystisemda. Við skoðum friðlandið á Punta Campanella höfðanum en þar er fallega eyjan Caprí skammt undan landi. Við göngum stíg Guðanna milli Bomerano og Nocella og komum við í rómantíska bænum Positano. Við kynnumst einnig ítalskri matargerðarlist þar sem við fáum heimamenn til kenna okkur matreiða hina einu sönnu ítölsku pizzu sem upprunnin er frá svæðinu. Í þessari dásamlegu gönguferð njótum við hins ítalska Dolce vita sem og mikilfenglegs útsýnis yfir Napólíflóann og náttúrunnar þar um kring.

Verð á mann 449.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 65.500 kr.


Innifalið

  • 8 daga ferð.
  • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
  • Morgun- og kvöldverðir allan tímann á hóteli.
  • Akstur í gönguferðum þar sem við á.
  • Limoncello vínsmökkun.
  • Aðgangur Vesuvius þjóðgarðinum.
  • Vínsmökkun og létt snarl hjá vínbónda.
  • Pizza námskeið og hádegisverður í Sorrento.
  • Göngudagskrá í 5 daga.
  • Leiðsögn staðarleiðsögumanns í gönguferðum.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
  • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll.
  • Hádegisverðir.
  • Þjórfé.
  • Ferða- og forfallatryggingar.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Undirbúningur

Mikilvægt er þátttakendur séu í góðu gönguformi en besti undirbúningurinn er ganga reglulega á fjöll. Fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu er gott fara t.d. reglulega upp Steini í Esjunni. Þeir sem búa fjær velja sér sitt staðarfjall til ganga á og sameina þar með undirbúning og útiveru. Því fylgir mikil ánægja æfa fyrir gönguferð af þessu tagi og farþegar njóta sjálfrar ferðarinnar miklu betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir ferðina. Vinsamlegast athugið ef þátttakendur hafa ekki þá getu sem nauðsynleg er fyrir göngur ferðarinnar getur fararstjórinn farið fram á viðkomandi sleppi einhverjum degi/dögum. Í staðinn er hægt nýta sér aðstöðu hótelsins eða fara í léttar gönguferðir á eigin vegum.

7. september | Flug til Rómar & Sorrento skaginn

Brottför frá Keflavík kl. 07:50, mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Róm kl. 14:35 staðartíma. Við keyrum sem leið liggur til Marina di Seiano á Sorrento skaganum við Napólíflóa. Hér verður gist í sjö nætur á hóteli í um 250 m fjarlægð frá höfninni.

8. september | Frá Amalfí til Ravello

Við hefjum daginn í hinni heillandi Amalfí, gimsteini Amalfí strandarinnar. Þaðan göngum við eftir mjóum slóðum inn í hinn rómantíska Dal fornu myllanna, þar sem kliður lækjarins, litlir fossar, gróskumikill gróður og dulúðlegar rústir fornra mylla skapa töfrandi stemningu. Gangan endar í fallega bænum Ravello, sem er þekktur fyrir stórkostlegt útsýni og rólega andstöðu við iðandi strandlífið í mörgum öðrum bæjum svæðisins. Á leiðinni til baka förum við í girnilega Limoncello smökkun, sítrónulíkjörsins sem svæðið er frægt fyrir.

  • Göngutími: u.þ.b. 3,5 klst.
  • Hækkum 400 m
  • Miðlungs erfið ganga

Opna allt

9. september | Stígur Guðanna og Positano

Framundan er spennandi dagur þar sem við þræðum stíg Guðanna milli Bomerano og Nocella, sem er draumur hvers göngumanns. Við gefum okkur tíma til dást útsýninu og okkur nestisbita. Við göngum niður til Positano, eins rómantískasta og vinsælasta ferðamannabæjar Amalfístrandarinnar. Sagan segir sjávarguðinn Pósedon hafi stofnað bæinn handa dísinni Pasiteu, og skildi engan undra, staðsetningin er mikilfengleg. Positano stendur á háum kletti þar sem húsin liðast niður eftir klettaveggnum grænblárri ströndinni. Þar eru heillandi litlar götur og stígar þar sem finna margar fallegar smáverslanir, veitingastaði, kaffihús og listagallerí. Byggingarnar eru í litríkum pasteltónum, gular, bleikar og appelsínugular og eru gjarnan skreyttar með fallegum plöntum, einkum Þríburablómi sem er þyrnótt klifurjurt með litríkum blómum, sem setur svip sinn á umhverfið.

  • Göngutími: u.þ.b. 4 klst.
  • Hækkun 350 m
  • Miðlungs til krefjandi ganga.

10. september | Frjáls dagur

Í dag er gott slaka á Marina di Seiano. Upplagt er nota aðstöðuna við hótelið eða rölta niður bátahöfninni. Einnig er hægt fara niður á strönd og sér sundsprett. Upplagt er smakka eitthvað af réttum svæðisins, svo sem caprí salat, Ravioli Capresi eða Spaghetti alle Vongole. Þeir sem vilja gætu farið með strætisvagni eða leigubíl yfir til Sorrento en það er skemmtilegt upplifa þann líflega . Þar er líka hægt kíkja í verslanir og á kaffi- og veitingahús.

11. september | Gönguferð á Vesúvíus & vínsmökkun

Við hefjum daginn í Vesúvíus þjóðgarðinum þar sem við göngum á hinu þekkta eldfjalli Vesúvíus. Gengið verður um gufuhverasvæðið Fumarole og áfram meðfram brún risavaxins gígsins, þar sem útsýnið yfir Napólíflóa og umhverfið er einstakt. Í lok dags heimsækjum við víngerð þar sem boðið verður upp á úrvals staðbundin vín, Lachryma Christi, og snarl.

  • Göngutími: u.þ.b. 3,5 klst.
  • Hækkum 400 m
  • Miðlungs erfið ganga

12. september | Friðlandið Punta Campanella

Í dag höldum við út Punta Campanella höfðanum sem skilur Napólí- og Sorrentoflóa. Við göngum með staðarleiðsögumanni um höfðann, sem er friðland bæði á landi sem láði í kring, en þar er einstak vistkerfi og dýrmæt arfleið sem heimamenn vilja vernda. Þar gefur líta fjölbreyttan miðjarðarhafsgróður, fuglalíf, rómanskar og grískar mannvistarleyfar og rústir, meðal annars hof Mínervu. Hér er leitast við skilja eftir sem minnst spor í umhverfinu og veiðar og bátasiglingar eru í algeru lágmarki á svæðinu. Héðan er gott útsýni til eyjunnar Caprí og á góðum degi sést vogskorin strönd hennar, Faraglioni drangarnir og hæsti tindurinn Monte Solaro.

  • Göngutími: u.þ.b. 3,5 klst.
  • Hækkum 350 m
  • Miðlungs erfið ganga

13. september | Matargerðarlist & ganga í Sorrento

Hvern dreymir ekki um að geta útbúið ekta pizzu að hætti íbúa við Napolíflóa? Í dag erum við leidd í sannleikann um galdurinn á bak við einn vinsælasta rétt vesturheims og fáum að spreyta okkur í pizzubakstri með heimamönnum. Við njótum þess að ganga upp grónar hlíðar frá litla þorpinu Sant´Agata og gefum okkur síðan tíma til að staldra við, fá kennslu í pizzagerðalistinni og bragða á afurðinni um hádegisbil. Við höldum síðan áfram göngu okkar með stórbrotið útsýni Sorrentoflóans allt um kring og endum í Sorrento.

  • Göngutími: u.þ.b. 3,5 klst.
  • Hækkun 380 m
  • Miðlungs erfið ganga

14. september | Heimflug frá Róm

Nú er komið að heimferð eftir glæsilega og viðburðaríka ferð. Við tökum daginn snemma og ökum aftur til Rómar. Brottför er þaðan kl. 15:45. Áætluð lending í Keflavík kl. 18:35 að staðartíma.


Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Hótel

  • Hotel Eden Blue (7 nætur)

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Ósk Vilhjálmsdóttir

Ósk Vilhjálmsdóttir nam myndlist við Hochschule der Künste í Berlín og hefur sinnt leiðsögn frá árinu 1992 meðfram myndlist og kennslu. Lengst af um náttúru Íslands og yfirleitt með franska og þýska ferðamenn. Árin 2003-2006 skipulagði hún ásamt Ástu Arnardóttur leiðangra um náttúrusvæði norðan Vatnajökuls. Í kjölfarið stofnaði hún eigin ferðaskrifstofu með náttúruvernd og slow-travel hugmyndafræði að leiðarljósi. Hún kom meðal annars á laggirnar námskeiðum fyrir börn og unglinga sem fjalla um náttúruskoðun og myndlist, árlegar ferðir um Þjórsárver o.fl. Undanfarinn áratug hefur hún auk þess skipulagt ferðir og námskeið fyrir Íslendinga í Marokkó, Þýskalandi og á Ítalíu. Nú hefur Ósk gengið til liðs við Bændaferðir og hlakkar til samstarfsins.

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti