23. - 30. ágúst 2026 (8 dagar)
Tíról í Austurríki er sannkallaður ævintýraheimur út af fyrir sig. Fegurð Alpafjallanna umlykur okkur og náttúran skartar sínu fegursta. Seefeld hvílir í fögrum fjallasal milli Wetterstein, Mieminger og Karwendelfjallanna og er einn þekktasti ferðamannabærinn í Tíról. Hér bíða okkar grænir dalir, greniskógar, fjallasel og stórbrotið útsýni. Farnar verða skipulagðar hjólaferðir í frísku fjallalofti með fararstjórum sem velja hentugar leiðir hvern dag og fræða hópinn um staðhætti á leiðinni. Hjólað verður um dali milli hrífandi fjallstinda, með fram fallegum vötnum og ám. Gist verður allar næturnar á huggulegu 4 stjörnu hóteli í miðbæ Seefeld með úrvals heilsulind. Þetta er ferð sem sameinar hjólreiðar, útiveru, slökun og stórkostlega upplifun.