27. júlí - 6. ágúst 2023 (11 dagar)
Einstakt landslag Salzburgerlands í Austurríki er sérlega heillandi á þessum árstíma þar sem allt er í blóma og Alpafјöllin skarta sínu allra fegursta. Flogið er til München og stefnan tekin beint á fjallaþorpið Filzmoos í Salzburgerlandi. Þaðan verður farið í spennandi dagsferðir þar sem ólýsanleg náttúrufegurð tekur á móti okkur m.a. í Hallstatt við Hallstättersee sem er með fallegustu stöðum Salzkammergut. Dachstein fjallið bíður okkar og farið er með kláfi upp á Dachsteinjökulinn þar sem við skoðum íshelli, lítum ótrúlegar höggmyndir og njótum stórkostlegs útsýnis. Einnig verður boðið upp á hestakerruferð upp að huggulegu seli þar sem náttúrufegurðin er óviðjafnanleg. Eftir dýrðardaga í Austurríki liggur leið okkar til Rósahafnarinnar eða Portorož, dásamlegs bæjar í Slóveníu. Á leiðinni verður áð við Bled vatn þar sem við siglum út í eyjuna Blejski Otok. Frá Portorož höldum til Rovinj, listamannabæjar við Istríaströndina en þar úti fyrir er eyjan Sveta Katharina. Siglingin til bæjanna Izola og Piran er töfrandi en þeir eru sannkallaðar perlur Istríastrandarinnar. Einnig sækjum við heim einu hafnarborg Slóveníu, Koper, en hún ber skýr merki um stórveldistíma fyrri alda. Við endum góða ferð með glæsilegum hætti í bænum Sirmione við Gardavatn.