Fljótasigling á Douro

Stórglæsileg fljótasigling um sólglóandi Douro dalinn í Portúgal og að landamærum Spánar þar sem landslagið er fjölbreytt og náttúrufegurðin einstök. Ævintýrið byrjar í höfuðborg Portúgals, Lissabon, sem er með fallegri borgum Evrópu og sannkölluð paradís ferðalangsins. Þaðan heimsækjum við ævintýralega bæinn Sintra sem og heillandi þorpið Cascais, einn vinsælasta áfangastaðinn við portúgölsku ströndina. Nú hefst siglingin frá Porto, einni af fegurstu borgum Íberíuskagans, og líðum áfram eftir ánni Duoro á fljótaskipinu MS Gil Eanes. Förum fram hjá sægrænum skógivöxnum hlíðum og njótum náttúrufegurðar en mitt í vínekrunum leynast litlar kapellur, klaustur og draumkenndir staðir þar sem tíminn virðist hafa staðið kyrr. Förum í skemmtilegar ferðir í landi m.a. til borgarperlunnar Vila Real við ána Corgo þar sem við skoðum höllina Mateus og upplifum eldheita flamengó danssýningu. Frá Vega de Terrón á Spáni verður ekið til gullnu borgarinnar Salamanca sem er ein af glæsilegustu borgum Castille Leo héraðsins. Siglum frá Barca d´Alva um sólskinssvæðið Região do Vinho de Porto þar sem hið fræga púrtvín er ræktað. Ljúfur er bærinn Pinhão og forna borgina Lamego sem var lofuð í fornum ritum sem ein fallegasta borg Íberíuskagans og komið til heillandi borgarinnar Guimarães. Við kveðjum Porto eftir yndislega siglingu og fljúgum heim frá Lissabon til Íslands.

Verð á mann 619.900 kr.

Ekki er boðið upp á einbýli í ferðinni.

47.900 kr. aukagjald á mann fyrir káetu í tvíbýli á miðju þilfari.

52.900 kr. aukagjald á mann fyrir káetu í tvíbýli á efra þilfari.

Vinsamlegast athugið að dagskrá ferðarinnar getur raskast vegna breytinga á vatnsyfirborði siglingaleiða, bilunar í skipastigum eða annarra óvæntra aðstæðna.


Innifalið

  • 12 daga ferð.
  • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði á hóteli í Lissabon í 4 nætur í upphafi ferðar.
  • Morgunverður á hóteli í Lissabon.
  • Einn kvöldverður í Lissabon.
  • Aðgangseyririnn í höllina Palácio Nacional da Pena í Sintra.
  • 8 daga fljótasigling um Douerodalinn með MS Gil Eanes.
  • Sigling og gisting á skipinu MS Gil Eanes í 2ja manna klefa með sturtu/salerni í 7 nætur.
  • Fullt fæði á skipinu á skipinu MS Gil Eanes.
  • Allir drykkir eru innifaldir meðan á siglingu stendur (fyrir utan drykki á sérseðli).
  • Móttökudrykkur á skipinu.
  • Hátíðarkvöldverður síðasta kvöldið á skipinu.
  • Portvínssmökkun á fallegu sveitasetri í Rio Torto.
  • Aðgangseyrir í valdar kirkjur og kastala. 
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn.
  • Hádegis- og kvöldverðir (fyrir utan það sem tekið er fram í innifalið).
  • Þjórfé til áhafnar á MS Gil Eanes u.þ.b. € 35 á mann.
  • Bátsferð frá skipi yfir til Porto u.þ.b. € 18.
  • Þjórfé til bílstjóra og staðarleiðsögumanna.
  • Ferða- og forfallatryggingar.

Nánari upplýsingar

Vert er að hafa í huga að þrátt fyrir að Bændaferðir séu alla jafna þægilegar rútuferðir er alltaf einhver ganga, t.d. í bæjarferðum. Margar evrópskar borgir eru bæði hæðóttar og ójafnar undir fæti og aðgengi að áfangastöðum þannig að leggja þarf rútunni mislangt frá. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

16. ágúst | Flug til Lissabon

Brottför frá Keflavík kl. 16:00. Mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í höfuðborginni Lissabon kl. 21:20 að staðartíma, þar sem við gistum í fjórar nætur á hóteli í miðbænum.

17. ágúst | Skoðunarferð um Lissabon

Dagurinn í dag er tileinkaður höfuðborg Portúgals, Lissabon. Hún er stærsta borg landsins og er réttilega lýst sem einni af fallegustu stórborgum Evrópu. Við förum í skoðunarferð með rútu og sjáum helstu kennileiti og merka minnisvarða borgarinnar. Þar má meðal annars nefna 15. aldar turninn Torre de Belém sem er eitt frægasta kennileiti Lissabon. Einnig glæsilegt minnismerki um landvinninga Portúgals, Padrão dos Descobrimentos. Við keyrum rauðu 25. apríl brúnna sem liggur yfir Tagus ánna og skoðum hina gríðarstóru Kristsstyttu sem þar stendur, þaðan er líka glæsilegt útsýni yfir borgina. Við höldum áfram með fram höfninni til Praça do Comércio en þar stóð konungshöllin fram að jarðskjálfta sem varð neðansjávar árið 1755. Við göngum um litríka Alfama hverfið sem tekur á móti okkur með sínum heillandi, hlykkjóttu götum og litlu torgum þar sem tíminn virðist hafa staðið í stað, enda er þetta eitt elsta hverfi Lissabon. Sameiginegur kvöldverður á veitingarstað rétt við hótelið.

18. ágúst | Sintra & Cascais

Á þessum ljúfa degi ætlum við að heimsækja ævintýralega bæinn Sintra en þar finnst manni eins og tíminn hafi staðið kyrr. Lord Byron lýsti Sintra sem „dýrðlegum Edengarði“ enda er bærinn einstaklega gróskumikill með mosaþöktum steinum og kröftugum vínviðarplöntum.
Sintra er á heimsminjaskrá UNESCO vegna einstaks samruna náttúru, arkitektúrs og garðræktar, hér er mikil menningar- og söguleg verðmæti. Við skoðum okkur um í bænum og sérstaklega höllina Palácio Nacional da Pena sem reist var í upphafi 16. aldar og þjónaði sem sumarbústaður portúgölsku konunganna. Staðsetningin efst á Serra de Sintra fjallinu býður upp á stórkostlegt útsýni yfir svæðið. Því næst verður ekið í heillandi þorpið Cascais, einn vinsælasta áfangastaðinn við portúgölsku ströndina. Cascais er þekkt fyrir þröngar, fallegar götur, aðlaðandi strendur og ríka sögu sem gamalt sjávarþorp. Hér verður gefin frjáls tími til að fá sér hádegishressingu á skemmtilegum veitingastöðum við ströndina en eftir það förum við í stutta göngu um bæinn til að kynnast sögu og menningu hans. Einnig verður gefin frjáls tími til að kanna lífið á eigin vegum. Kvöldverður á eigin vegum

Opna allt

19. ágúst | Frjáls dagur í Lissabon

Það er kærkomið að fá frjálsan dag og kynnast þessari fallegu borg betur á eigin vegum. Upplagt er að taka sporvagninn gula, sem er eitt af helstu táknum Lissabon, og fara um hæðir borgarinnar og skoða gamla miðbæinn. Eins er áhugavert að heimsækja National Pantheon, sem var frá 16. öld hefðbundin kirkja en var árið 1916 breytt í undurfagurt hvelft grafhýsi, sem margir telja fallegustu byggingu Portúgals. Sá sem heimsækir Lissabon má alls ekki fara þaðan án þess að smakka pastel de nata, litlu eggjakremstartaletturnar sem má segja að sé þjóðareftirréttur Portúgala. Í miðbænum má finna hið fræga bakarí, Pasteis de Belem frá árinu 1837, en það þykir eitt besta pastel de nata bakaríið í Lissabon. Kvöldverður á eigin vegum.

20. ágúst | Lissabon, Porto & fljótasigling á Douro

Þennan dag byrjum við í rólegheitum í Lissabon og njótum þess að skoða okkur um á eigin vegum fram að hádegi. Þá kveðjum við höfuðborgina og tökum stefnuna á borgina Porto sem er með eftirsóttustu ferðamannaborgum landsins. Porto er önnur stærsta borg Portúgals næst á eftir Lissabon en hún er einkar áhugaverð og blómleg menningarborg við Douro ána. Þar bíður okkar fljótaskipið MS Gil Eanes. Á fljótaskipinu verður gist í sjö nætur í þægilegum, vel búnum káetum. Við verðum boðin velkomin í stuttri athöfn áður en kvöldverður hefst. Eftir kvöldverð verður boðið upp á útsýnisferð með rútu um Porto en frá ánni skín borgin eins og glitrandi perla og við upplifum þær glæstu byggingar sem prýða borgina í ljósadýrð kvöldsins. Skipið ligur við landfestar í Porto yfir nóttina.

21. ágúst | Skoðunarferð um Porto & sigling á Régua

Á þessum glæsilega degi verður farið í borgarferð um Porto. Borgin var valin menningarhöfuðborg Evrópu 2001 en elsti hluti borgarinnar er á UNESCO heimsminjaskrá. Við byrjum í litríka hverfinu Calis da Ribeira sem býður upp á daglegan markað og þar er margt að skoða. Til dæmis má nefna gömlu tollskrifstofubygginguna Alfândega, São Francisco kirkjuna sem er ein fallegasta bygging Porto borgar, Bolsa kauphöllina og dómkirkjutorgið með Biskupahöllinni. Það er líka gaman að sjá flísalagninguna á São Bento lestarstöðinni og tignarlegu bronsstyttuna af syni borgarinnar, Henry the Navigator, sem var portúgalskur prins og landkönnuður. Fjórar brýr liggja yfir Douro ána frá Porto til bæjarins Vila Nova de Gaia en sú áhrifamesta og glæsilegasta er bíla- og göngubrúin Dom Luis. Útlit hennar er eins og þverskurður af Eiffelturninum í París en það var einmitt lærisveinn Gustavs Eiffel, hönnuðar Eiffelturnsins, sem hannaði brúna. Eftir þessa glæsilegu skoðunarferð heimsækjum við Azulejo verkstæðið sem er frægt fyrir sínar fallegu Azulejo flísar sem við sjáum víða á ferð okkar um Portúgal. Þetta listform á sér langa og merkilega sögu frá tímum Máranna á Íberíuskaganum. Flísarnar er málaðar með grasa, dýra og sögulegu myndefni og skreyttar í bláum og hvítum tónum. Nú bíður skipið eftir okkur með ljúffengan hádegisverð en meðan á honum stendur leysir skipið landfestar og við yfirgefum Atlantshafsströndina og stefnum í átt að Régua á sólglóandi Douro ánni. Á leiðinni er upplagt að fara upp á sólardekk og njóta þess að sigla fram hjá vín-, furu- og ólífuökrum Douro dalsins. Á leið okkar verður farið inn í Carrapatelo skipatröppuna sem er 35 metra há, hæst sinnar tegundar í Evrópu. Um kvöldið leggjum við að landi við bæinn Régua.

22. ágúst | Mateus höllin, Vila Real, Pinhão & Vega de Terrón á Spáni

Þessi ljúfi dagur byrjar á ferð að Mateus höllinni en á einni hlið hennar er að finna merki Mateus Rosé, einu mest selda rósavíni heims. Þó að þetta sé ein göfugasta eignin í Portúgal þá er hrífandi garðurinn og hluti byggingarinnar opin fyrir gesti. Nú er haldið áfram að borgarperlunnar Vila Real við ána Corgo. Hér ætlum við að njóta þess að rölta um bæinn á eigin vegum þar sem glæstar byggingar blasa við, m.a. barokkráðhúsið, Igreja Nova kirkjan og gotneska Sé São Domingos kirkjan en ekki má gleyma að smakka á Cristas de Galo, sætabrauði bæjarins, sem er í formi hanakambs. Endum þessa glæsilegu skoðunarferð á að aka til Régua, þar sem við heimsækjum Douro safnið, sem staðsett er á bökkum árinnar. Það sameinar hefð og nútímann og veitir okkur innsýn í sögu Douro árinnar og aðferðir við víngerð á þessu undurfallega svæði. Í millitíðinni hefur skipið okkar haldið áfram til bæjarins Pinhão þar sem hádegisverður bíður okkar. Við njótum náttúrufegurðar Douro dals upp á sólardekki og hrífandi náttúrufegurðin lætur ekki á sér standa. Á vorin eru gróskumiklar hlíðar við Douro ána skærgrænar, síðan breytist litur vínblaðsins yfir sumarið en uppskerutími vínyrkjanna er í september og október. Það er alltaf eitthvað nýtt að dáðst að á leið okkar og í miðjum víngörðunum eru leyndar kapellur og klaustur, hlykkjóttar götur sem eru ekki aðgengilegar bílum og draumkenndir pínulitlir staðir þar sem tíminn hefur staðið kyrr. Þetta er áhrifamikil og töfrandi sigling sem endar í Vega de Terrón á Spáni með eldheitri flamengó danssýningu. En eftir kvöldmat bíður okkar spænskt kvöld inni í setustofu.

23. ágúst | Gullna borgin Salamanca á Spáni

Eftir góðan morgunverð verður ekið til Salamanca sem er ein af glæsilegustu borgum Castille Leo héraðsins en elsti hluti borgarinnar er á heimsminjaskrá UNESCO. Borgin, sem er við ána Rio Tormes, er ein helsta háskólaborg Spánar og háskólinn þar er með þeim elstu í Evrópu. Glæsilegar byggingar fegra borgina og sérlega skemmtilegt andrúmsloft leikur um okkur. Vert er að skoða elsta háskólann á Spáni, Casa de las Conchas sem er kenndur við pílagrímaskeljarnar á framhlið skólans, Plaza Mayor sem er eitt fegursta torgið á Spáni, barokkkirkjuna La Clerecía, gömlu og nýju dómkirkjuna og rómversku brúna Puente Romano. Við höfum svo góðan tíma til að rölta um og njóta, líta í verslanir eða setjast á útikaffihús á torginu Plaza Mayor sem er mjög vinsælt af borgarbúum. Hér í Salamanca verður hádegisverður í boði skipsins á veitingastað í borginni.

24. ágúst | Ferradosa, vínsmökkun á sveitasetri í Rio Torto & bærinn Pinhão

Nú stefnum við í rólegheitum til baka í átt að Porto. Það er upplagt er að fá sér sæti upp á sólardekki og njóta þess að sigla um Região do Vinho de Porto, sólskinssvæðið þar sem hið fræga púrtvín er ræktað. Umhverfið er dásamlegt en portúgalska skáldið Herculano lýsti náttúrufegurðinni við Douro ána sem öflugri, hátíðlegri og djúpri. Meðan á hádegisverði stendur festir skipið landfestar í Ferradosa. Eftir hádegi förum við í leiðangur um frægt vínræktarsvæði, Rio Torto, og komum við á fallegu sveitasetri í miðjum víngarðinum þar sem við munum fræðast um og smakka Portvín svæðisins. Því næst höldum við til Pinhão og þar gefst tími til að rölta um bæinn fyrir kvöldverð. Það er mjög áhugavert að heimsækja Pinhão lestarstöðina sem er þekkt fyrir málaðar keramikflísar (azulejos) sem norðurhluti Portúgals er frægur fyrir. Um kvöldið er hátíðarkvöldverður á skipinu sem lýkur með dansi og góðri stemningu.  

25. ágúst | Lamego & siglum til Porto

Þessi ljúfi dagur byrjar með góðum morgunverði. Eftir það bíður rútan okkar en eftir stuttan akstur komum við til gömlu biskupsborgarinnar Lamego. Stolt borgarinnar er barokkkirkjan Nossa Senhora dos Remédios en að henni liggja um 700 þrep sem leiða okkur upp að tveggja turna kirkjunni. Hingað koma hundruð þúsunda pílagríma á hverju ári. Það er töfrandi að rölta um fornar götur borgarinnar sem var lofuð í fornum ritum frá 2. öld sem ein fallegasta borg Íberíuskagans. Nú bíður hádegisverður okkar á skipinu og við njótum fegurðar Douro dalsins á leiðinni til Porto.

26. ágúst | Frjáls tími í bænum Porto & Guimarães

Um morguninn geta þau sem vilja siglt með litlum bátum frá bryggjunni og að gamla bænum í Porto þar sem við höfum tíma til að skoða okkur um á eigin vegum áður en við snæðum hádegisverð um borð í MS Gil Eanes. Eftir hádegi verður farið í skoðunarferð um heillandi borgina Guimarães þar sem við skoðum m.a. háskólakirkjuna Nossa Senhora da Oliveira og mikilvægasta minnisvarða Guimarães borgar. Eftir kvöldverð er von á portúgölsku þjóðlagakvöldi í setustofunni á skipinu.

27. ágúst | Kveðjustund & heimflug frá Lissabon

Nú er komið að kveðjustund eftir dásamlega daga á þessari stórglæsilegu siglingu um Douro dalinn. Eftir að hafa kvatt áhöfnina verður stefnan tekin á Lissabon þar sem gefinn verður frjáls tími til að skoða borgina betur og kanna umhverfið. Upplagt er að fá sér góðan kvöldverð inni í borginni áður en lagt verður af stað út á flugvöll. Brottför frá Lissabon flugvelli kl. 22:20 og lending í Keflavík kl. 01:50. 

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Hótel

  • Lissabon - Hotel Lisboa Pessoa

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður heiti ég, alltaf kölluð Hófý, og er fædd á Patreksfirði en ólst upp í Reykjavík. Ég er móðir þriggja drengja og er búsett í Bæjaraskógi í Þýskalandi. Ég er búin að starfa hjá Bændaferðum síðan 2004 í skipulagningu á utanlandsferðum og sem fararstjóri. Þetta hefur verið dásamlegur tími með frábæru fólki, yndislegu samstarfsfólki og vinum. 

Skip

MS Gil Eanes

Gil Eanes er þriggja þilfara úrvalsskip, nefnt eftir fræga portúgalska sæfaranum, sérstaklega hannað fyrir Douro ána í Portúgal. Þetta glæsilega skip var sjósett árið 2015 og býður upp á bjarta og nútímalega stemningu en áherslan er á þægindi farþega. Á skipinu eru 66 káetur sem allar eru með sérbaðherbergi, sjónvarpi, öryggishólfi, loftræstingu og þráðlausri nettengingu. Frá veitingastaðnum eru stórir útsýnisgluggar þar sem er hægt að gleyma sér að fylgjast með útsýninu. Allar máltíðir á skemmtisiglingunni eru bornar fram í notalegri borðstofu á aðaldekkinu. Öll skemmtun um borð, tónlist og dans, fer fram í setustofunni og barnum á miðdekkinu. Útisvæði er að finna nálægt stefninu. Á sóldekkinu er sundlaug og sólstólar til að slaka á í sólinni. Fullt fæði er innifalið og einnig allir drykkir með mat og á barnum meðan á siglingu stendur (að undanskildum sérseðli).

Nánari upplýsingar um MS Gil Eanes.

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti