MS Gil Eanes

MS Gil Eanes

Gil Eanes er þriggja þilfara úrvalsskip, nefnt eftir fræga portúgalska sæfaranum, sérstaklega hannað fyrir Douro ána í Portúgal. Þetta glæsilega skip var sjósett árið 2015 og býður upp á bjarta og nútímalega stemningu en áherslan er á þægindi farþega. Á skipinu eru 66 káetur sem allar eru með sérbaðherbergi, sjónvarpi, öryggishólfi, loftræstingu og þráðlausri nettengingu. Frá veitingastaðnum eru stórir útsýnisgluggar þar sem er hægt að gleyma sér að fylgjast með útsýninu. Allar máltíðir á skemmtisiglingunni eru bornar fram í notalegri borðstofu á aðaldekkinu. Öll skemmtun um borð, tónlist og dans, fer fram í setustofunni og barnum á miðdekkinu. Útisvæði er að finna nálægt stefninu. Á sóldekkinu er sundlaug og sólstólar til að slaka á í sólinni. Fullt fæði er innifalið og einnig allir drykkir með mat og á barnum meðan á siglingu stendur (að undanskildum sérseðli).

Nánari upplýsingar um MS Gil Eanes.




Póstlisti