Jólatöfrar á aðventunni: Heillandi heimur jólamarkaða í Evrópu 

Jólatöfrar á aðventunni: Heillandi heimur jólamarkaða í Evrópu 

Þegar kaldur vetur breiðir úr sér yfir Evrópu, umbreytist meginlandið í undraveröld með ljómandi jólaljósum, hljýju jólaglöggi og unaðslegum ilmum. Sterk hefð er fyrir hinum árlegu jólamörkuðum í Evrópu enda fylgir þeim ævintýralegur hátíðarhandi sem heillar milljónir ferðamanna á ári hverju. Jólamarkaðina má finna í sjarmerandi miðaldabæjum sem og nútíma stórborgum og þeirra helsta hlutverk er að koma fólki í hátíðarskap. Komdu með okkur í skoðunarferð um helstu jólamarkaði álfunnar og þá sem við erum hrifnust af.

Tengdar ferðir:
Jóla og aðventuferðir 2023

1. Wiesbaden - Þar sem hefðir og glamúr mætast 

Wiesbaden jólamarkaður

 Í hjarta Þýskalands hvílir jólamarkaðurinn í Wiesbaden en yfir honum svífur hefðbundinn sjarmi og nútímalegur blær. Gestir geta rölt um hið fræga Schlossplatz torg og dáðst að gríðarstóru jólatrénu stendur skreytt fögrum ljósum á miðju torginu. Einnig geta gestir heimsótt sölubása sem selja ýmiskonar handverk, gjafavöru og bragðgóðar veitingar á borð við bratwurst og piparkökur. Ekki má gleyma að dreypa á "Glühwein", heitu og krydduðu jólaglöggi sem yljar bæði líkama og sál. Hér upplifa gestir hringekjuferðir, lifandi tónlist og hátíðarskreytingar sem gefa þessum yndislega markaði auka töfraljóma.

2. Heidelberg - Rómantískt vetrarríki 

Heidelberg jólamarkaður

Heidelberg, með sinn sögulega kastala í bakgrunni, státar af jólamarkaði sem minnir helst á ævintýri. Þegar þú röltir um steinsteyptar göturnar mætir þér þokki gamalla tíma sem hrífur þig með sér. Jólamarkaðurinn er frægur fyrir handverk og handverksvörur, sem gerir hann að kjörnum stað til að finna einstaka minjagripi og gjafir. Ekki láta ljúffengt sælgæti og góðgæti, eins og ristuðum kastaníuhnetur og marsípankonfekt fram hjá þér fara. Við mælum líka með rómantískri ferð í hestakerru undir hlýju teppi til að dást að fallegum jólaskreytingum og einstökum hátíðaranda borgarinnar. 

3. Berlín - Þar sem fjölbreytileikinn fær að skína 

Berlín jólamarkaður

Í hinni líflegu höfuðborg Þýskalands eru jólamarkaðir Berlínar jafn fjölbreyttir og borgin sjálf. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, allt frá klassíska markaðnum í Charlottenburg-höllinni til hins nútímalega og nýstárlega vetrarheims á Potsdamer Platz. Jólamarkaðirnir í Berlín eru í sérflokki og þá sérstaklega fyrir hið líflega andrúmsloft, upplýst kennileiti og úrval girnilegs matar. Á Alexanderplatz finnur þú Ice Magic sem býður upp á skautasvell og ísskúlptúra, sem auka enn á gleðina og eftirvæntinuna fyrir hátíðinni framundann. 

4. Dresden - Sögulegt sjónarspil 

Dresden jólamarkaður

Striezelmarkt í Dresden er einn elsti jólamarkaður Þýskalands og sögu hans má rekja allt aftur til ársins 1434. Markaðurinn er umlukinn töfrandi arkitektúr barokktímans sem segir sögu þjóðar og býður af sér þokka gamalla tíma og hefða. Hér geta gestir dáðst að særsta jólapýramída veraldar með sínum fínlega tréútskurði. Enginn ætti að fara frá Dresden án þess að smakka Dresdner Stollen, unaðslega ávaxtaköku sem löngum hefur verið tengd við borgina og sögu hennar. Heillandi andrúmsloftið ásamt fallegum arkitektúr gerir það að verkum að gestir upplifa að hér standi tíminn í stað. 

5. Prag - Ævintýraleg ljósaveröld 

Prag jólamarkaður

Þegar jólamarkaðirnir rísa í Prag breytist borgin í ljómandi vetrarríki. Stærstu markaðirnir eru á Gamla torginu og Wenceslas torgi. Þar mæta gestum raðir af viðarkofum sem bjóða upp á hefðbundið tékkneskt handverk og skrautmuni. Stjarna markaðanna er risastórt jólatré sem stendur á miðju torginu, skreytt tindrandi ljósum og jólaskrauti. Láttu það eftir þér að bragða á "Trdelník", sætabrauð sem rúllað er upp úr kanil og sykri, á meðan þú nýtur þess að hlýða á skemmtiatriði og hátíðarsöng sem fylla loftið jólaanda

6. Brixen – Falinn gimsteinn í Ölpunum 

Brixen jólamarkaður

Jólamarkaðurinn í Brixen er vandlega falinn á fallegum stað í ítölsku Ölpunum en þar bíður þín töfrandi og hjartnæm jólaupplifun. Markaðurinn er staðsettur í skugga hinnar fallegu Brixen-dómkirkju sem setur hátíðlegan blæ á markaðinn. Ilmurinn af ristuðum kastaníuhnetum og hljómur jólasöngva skapa notalega stemningu, sem er einmitt það sem þú þarft til að sökkva þér í þýskar veitingar og jólahefðir. Jólamarkaðurinn í Brixen er dásamlega vel varðveitt jólaleyndarmál sem er skemmtileg tilbreyting frá ysi og þysi markaðanna í stærri borgum.

7. Brussel - Þar sem evrópskur jólaandi ríkir

Brusse jólamarkaður

Brussel tekur svo sannarlega vel á móti gestum sem vilja upplifa sannan jólaanda. Jólamarkaðurinn á aðaltorginu er sannkallað listaverk fjölbreyttra jólaljósa og hátíðarhljóma sem koma öllum í hátíðarskap. Njóttu belgískrar kræsinga á borð við ljúffengar vöfflur, súkkulaði og „Moules-frites“ (krækling og kartöflur) á meðan þú skoðar líflega sölubása markaðarins. Ekki má gleyma að kíkja hinn fræga Winter Wonders markað á torgi heilagrar Katrínar þar sem hlátur og gleði eru ætíð við völd.

8. Brugge - Miðaldablær og hátíðleiki

Brugge jólamarkaður

Brugge er þekkt fyrir sín rómantísku síki og miðaldaarkitektúr en borgin lifnar svo sannarlega við í aðdraganda jóla. Jólamarkaðurinn á Grote Markt býr yfir ákveðnum ævintýrablæ með sínum jólalegu skreytingum og skautasvelli. Á markaðinum finna gestir bása af ýmsu tagi þar sem festa má kaup á handverki, blúndum og ljúffengum belgískum sætindum. Arkitektúr miðalda, blikkandi jólaljós og dýrðlegur hátíðarandi gera það að verkum að þú vilt hvergi annarsstaðar vera á aðventunni.

9. Tríer - Ljósin skína í elstu borg Þýskalands

Trier jólamarkaður

Tríer, elsta borg Þýskalands, státar af heillandi jólamarkaði með sögulegum blæ. Hauptmarkt torgið sem skreytt er risastóru aðventudagatali á framhlið Markaðskirkjunnar, er miðpunktur hátíðahaldanna. Sölubásarnir bjóða upp á fallegt handverk, vín og gúmmelaði úr héraði. Þegar myrkrið læðist yfir lifnar torgið við með tindrandi ljósum og jólaanda sem snertir við hverjum þeim gesti sem þangað leggur leið sína.

10. Nürnberg - Hin eini sanni jólamarkaður

Nurnberg jólamarkaður


Síðastur en alls ekki sístur er Christkindlesmarkt markaðurinn í Nürnberg sem er oft álitinn hinn dæmigerði jólamarkaður. Sögu markaðarins má rekja allt aftur til 16. aldar og hefur hann gegnum árin lagt línurnar fyrir aðra jólamarkaði sem horfa til þeirra stemningar, skreytinga og uppsetningar sem jólamarkaðurinn í Nürnberg er þekktur fyrir. Þeir sem sækja markaðinn heim mega ekki gleyma að bragða á hinum frægu "Nürnberger Lebkuchen" (piparkökur) og "Rostbratwurst" (grillaðar pylsur). Markaðurinn er nefndur eftir Jesúbarninu sem er táknmynd markaðarins og borgarinnar sjálfrar yfir jólahátíðina.

Ég kemst í hátíðarskap!

Jólamarkaðirnir í Evrópu snúast um svo miklu meira en bara vörukaup, heldur veita þeir einnig innsýn í ríkan menningararf og hátíðarhefðir hverrar borgar. Hvort sem þú ert í iðandi stórborg eða litlum og sætum miðaldabæ á aðventunni, þá munu töfrar jólamarkaðanna ylja þér um hjartarætur og skilja eftir dýrmætar minningar í aðdraganda hátíðanna.

Bændaferðir bjóða upp á jóla- og aðventuferðir þar sem þessir markaðir eru heimsóttir. Bókaðu þína jólaferð núna, búðu þig í hlýju fötin, smakkaðu á árstíðabundnu góðgæti og leyfðu jólatöfrunum að leika um þig á vel völdum jólamarkaði í Evrópu. Góða skemmtun!

 

Tengdar ferðir




Póstlisti