Ekki bara utanlandsferðir heldur einstök upplifun

Ekki bara utanlandsferðir heldur einstök upplifun

Nú þegar heimsfaraldri lyftir eru mörg farin að finna þörf fyrir að svala sinni útþrá og ferðalöngun. Hugurinn reikar út fyrir landsteinana og draumurinn um skemmtileg ferðalög út í heim er loksins orðinn áþreifanlegur og raunhæfur.

Haustlitir í SvartaskógiÚr ferðinni Haustlitir í Svartaskógi

Við hjá Bændaferðum finnum sterkt fyrir þessu ákalli og höfum sett í sölu yfir 90 spennandi ferðir þar sem við leggjum áherslu á öryggi, innihaldsríka upplifun, persónulega þjónustu, fagmennsku og samfélag. Ferðirnar henta öllum þeim sem vilja vel skipulagða pakkaferð með íslenskri fararstjórn í hópi skemmtilegra ferðafélaga.

Bændaferð er svo miklu meira en bara ferðalag

Bændaferðir bjóða upp á sígildar bændaferðir, hreyfiferðir, aðventuferðir og Íslandsferðir svo öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Innifalið í verði Bændaferða er:

  • Flug
  • Gisting
  • Rúta
  • Íslensk fararstjórn
  • Skoðunarferðir
  • Máltíðir samkvæmt ferðalýsingu
  • Skemmtilegur félagsskapur

Skemmtilegur hópur í bændaferðSkemmtilegur hópur á góðum degi í bændaferð

Hjá okkur færð þú tækifæri til að ferðast með skemmtilegum hópi fólks sem gerir ferðaupplifunina margfalt ánægjulegri. Öll eru velkomin og við leggjum áherslu á að hóparnir skapi sínar ógleymanlegu minningar saman og styðji hvert annað á ferðalaginu.

Þú getur bókað þína Bændaferð í dag!

 

Tengdar ferðir
Póstlisti