Go to navigation .
Jakob var í landsliði Íslands í skíðagöngu á árunum 2000-2006. Þá bjó hann og æfði í Lillehammer og Geilo í Noregi og keppti mikið í Noregi og Skandinavíu. Á þessum sama tíma stúderaði hann almenna íþróttafræði og sálfræði við Háskólann í Lillehammer. Jakob keppti þrisvar sinnum á HM unglinga og árið 2005 keppti hann einnig á HM fullorðinna í Oberstdorf í Þýskalandi.
Eftir að skíðin fóru á hilluna lauk Jakob BS prófi í Sport Management frá Íþróttaháskólanum í Osló og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Jakob starfar í dag sem eigandi og framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar veitingahúss í Reykjavík.
Góður kennari, gleðigjafi frá morgni til kvölds.
Góður kennari og skemmtilegur félagi.