Go to navigation .
Elísabet Sveinsdóttir og Aðalsteinn Jónsson eru ekki aðeins hjón, heldur einstaklega samstillt, traust og reynslumikið tvíeyki í fararstjórn. Þau elska að ferðast, upplifa nýja menningu og njóta útivistar í góðra vina hópi. Þau hafa stýrt fjölda ferða fyrir Bændaferðir við afar góðan orðstír og þekkjast fyrir hlýlegt viðmót, skipulag og smitandi gleði. Það má því með sanni segja að saman tryggja þau ekki bara skemmtilega og örugga ferð – heldur líka hlýlega og persónulega upplifun sem mun án efa skilja eftir sig dýrmæt augnablik í minningarbankann.