MS Renoir

MS Renoir

MS Renoir er lúxusfley sem byggt var árið 1999 en árið 2018 var það algjörlega endurhannað. Það er 110 m langt og tekur 105 farþega. Allar innréttingar eru sérlega glæsilegar t.a.m. setustofan sem er með bar og veitingasalurinn. Loftkældar káeturnar eru innréttaðar með tveimur rúmum, salerni, sturtu, hárblásara, sjónvarpi, öryggishólfi og stórum útsýnisglugga. Á sólardekki eru legubekkir, borð og stólar. Þjónað er til borðs í hádeginu og á kvöldin en á meðan siglingu stendur er innifalið fullt fæði, drykkir með mat og flestir drykkir á bar.

Hér má sjá myndir og lesa nánar um skipið.




Póstlisti