Verð á mann 329.900 kr.
Aukagjald fyrir einbýli 43.200 kr.
Aukagjald fyrir superior herbergi 17.000 kr á mann í tvíbýli.
Innifalið
- 8 daga ferð.
- Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
- Ferðir milli flugvallarins í München og hótelsins í Nauders.
- Gisting í 7 nætur í tveggja manna herbergi með baði.
- Glæsilegt morgunverðarhlaðborð.
- Síðdegishressing með gómsætu sætabrauði ofl.
- Fimm rétta kvöldverðarmatseðill.
- Súpu- og salathlaðborð í sex kvöld.
- Aðgangur að sundlaug og heilsulind hótelsins.
- Leiga á rafhjóli og hjálmi í einn dag.
- Göngudagskrá.
- Akstur í gönguferðum þar sem við á.
- Leiðsögn enskumælandi staðarleiðsögumanns í göngu- og hjólaferðum.
- Íslensk fararstjórn.
Mikilvægt er að þátttakendur séu í góðu gönguformi en besti undirbúningurinn er að ganga reglulega á fjöll. Fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu er gott að fara t.d. upp að Steini í Esjunni vikulega í u.þ.b. 6-8 vikur fyrir ferð. Ágætis viðmið er að geta gengið upp að Steini Esjunnar og niður aftur á innan við 2 klst. og líða vel eftir gönguna. Þeir sem búa fjær velja sér sitt staðarfjall til að ganga á og sameina þar með undirbúning og útiveru. Einnig er mikilvægt að undirbúa sig og hjóla fyrir ferð til að aðlagast álagi og núningi, auk þess sem það eykur öryggi og gleði. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir útivistarferð af þessu tagi og farþegar njóta sjálfrar ferðarinnar miklu betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir ferðina.
Vinsamlegast athugið að ef þátttakendur hafa ekki þá getu sem nauðsynleg er fyrir göngur ferðarinnar getur fararstjórinn farið fram á að viðkomandi sleppi einhverjum degi/dögum. Í staðinn er hægt að nýta sér aðstöðu hótelsins eða fara í léttar gönguferðir á eigin vegum.