Suður-Afríka

Fjölbreytt dýralíf, stórbrotin náttúrufegurð og áhugaverðar borgir einkenna þessa Suður-Afríku ferð. Við hefјum ferðina í Jóhannesarborg og ökum sem leið liggur í áttina að hinum þekkta Kruger þjóðgarði. Við höldum í ævintýralega tveggja daga safaríferð um þjóðgarðinn þar sem á vegi okkar verða margar dýrategundir, m.a. ljón, hlébarðar, nashyrningar og fílar.

Flogið verður til hinnar fallegu borgar Port Elizabeth, sem stendur við hið ylríka Indlandshaf. Við ökum til borgarinnar Knysna, sem stendur við stórkostlegt lón. Farið verður um heiðalönd Litlu Karoo í fögru umhverfi við Oudtshoorn og þar heimsækjum við strútabúgarð. Í Höfðaborg munum við fara í góða skoðunarferð og kynna okkur allt það markverðasta sem gerir hana að einni fegurstu borg í heimi. Ekið verður um vínhéruð í nágrenni Höfðaborgar og munum við líka heimsækja bæinn Stellenbosch, sem er næstelsti bær Suður-Afríku, en hann er þekktur fyrir byggingar frá tímum hollensku landnemanna. Ekin verður undurfögur leið eftir bröttum hlíðum út á Góðrarvonarhöfða, þar sem hið hlýja Indlandshaf og kalda Atlantshafið mætast en þar gefur að líta stórkostlegt útsýni á haf út. Við komum að verndaðri mörgæsabyggð og fylgjumst með hundruðum mörgæsa spígspora fram og aftur. Einnig verður ekið um litla fiskimannabæi, iðandi af lífi, og fallegar víkur og firði. Suður-Afríka er af mörgum talið eitt fegursta land í heimi með fјölbreytt og litríkt landslag og einstaklega gott veðurfar. 

Verð og nánari upplýsingar væntanlegt

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Gunnhildur Gunnarsdóttir

Gunnhildur Gunnarsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en fór síðan eftir stúdentspróf í háskólanám til Austurríkis. Eftir háskólanám og leiðsögunám vann hún í 10 ár sjálfstætt við ferðamál í Vínarborg. Hún flutti síðan til Malasíu og var búsett í 3 ár í Kuala Lumpur.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00