Á slóðir Sigríðar í Brattholti

Sigríður í Brattholti var mikil baráttukona og er hún oft kölluð fyrsti umhverfissinni Íslands. Hún var vel lesin, listhneigð og teiknaði og saumaði myndir bæði af jurtum og dýrum. Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur og rithöfundur þekkir sögu Sigríðar betur en margir en hún er höfundur bókarinnar Konan sem elskaði fossinn – Sigríður í Brattholti sem kom út nýverið. Eyrún verður fararstjóri þessarar ferðar í uppsveitir Árnessýslu, á slóðir þessarar merku konu, Sigríðar Tómasdóttur. Í febrúar verða einmitt 150 ár liðin frá fæðingu Sigríðar sem má segja að hafi verið langt á undan sínum samtíma hvað varðar umhverfisvernd. Við heimsækjum Húsið á Eyrarbakka þar sem varðveittar eru teikningar eftir Sigríði og heyrum einnig söguna af Þórdísi ljósmóður en Eyrún skrifaði sögulegu skáldsöguna Ljósmóðirin um hana árið 2012. Að því búnu ökum við í uppsveitir og að Gullfossi sem var Sigríði svo kær. Heyrum sögur af fólki og atburðum sem koma við sögu í bók Eyrúnar, ökum að Brúarárfossi og kíkjum á Kóngsveginn fræga. Auðvitað verður farið að Geysi en gist verður á hinu glæsilega Hótel Geysi í tvær nætur. 

Verð á mann 74.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 14.400 kr.


Innifalið

  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði í tvær nætur á Hótel Geysi.
  • Tveir morgunverðir á Hótel Geysi.
  • Heimsókn í Húsið á Eyrarbakka, 19. febrúar. 
  • Þriggja rétta kvöldverður á Hótel Geysi 19. febrúar.
  • Léttur hádegisverður á Hótel Gullfossi, 20. febrúar.
  • Þriggja rétta þjóðlegur kvöldverður á Hótel Geysi 20. febrúar.
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu. 
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Síðdegiskaffi og/eða hressing á Hótel Geysi, 20. febrúar.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

19. febrúar │ Húsið á Eyrarbakka og Geysir í Haukadal

Brottför frá Reykjavík kl. 15.00. Hefjum ferðina á heimsókn í Húsið á Eyrarbakka, þar sem varðveittar eru myndir sem Sigríður í Brattholti teiknaði og eru hluti af grunnsýningu safnsins. Fyrst við erum komin á Bakkann þá verður fjallað um Þórdísi ljósmóður og fleira fólk sem getið er í Ljósmóðurinni sem kom út eftir Eyrúnu árið 2012. Ef veður leyfir verður gengið aðeins um Eyrarbakka en annars ekið um bæinn. Ökum nú upp í Biskupstungur að Geysi í Haukadal þar sem staldrað verður við og saga svæðisins sögð. Gist verður á hinu glæsilega Hótel Geysi sem opnaði árið 2019. Kvöldverður og notaleg samvera í góðum hópi bíður okkar. Ef við erum heppin verður kannski hægt að dást að norðurljósunum dansa á himninum!

20. febrúar │ Torfastaðir, Gullfoss og Sigríður í Brattholti

Eftir morgunverð verður haldið að Torfastöðum þar sem prestshjónin Eiríkur Þ. Stefánsson og frú Sigurlaug Erlendsdóttir bjuggu, en þau voru mikið velvildarfólk Sigríðar. Áður en haldið er að Gullfossi horfum við heim að Drumboddsstöðum þar sem Guðrún Tómasdóttir var búsett, systir Sigríðar. Á leið okkar að Gullfossi verður sögð saga Sigríðar og fjölskyldu hennar. Ef veður er gott verður stoppað í góða stund við fossinn. Snæðum hádegisverð á Hótel Gullfossi og ökum að því búnu að kirkjunni í Haukadal og lítum á leiði Sigríðar. Komið verður á Geysi upp úr miðjum degi. Nú er hægt að slaka á, mögulega kíkja í Geysisverslunina eða bara tylla sér niður og fá sér kaffibolla eða aðra hressingu. Kvöldverður snæddur á Hótel Geysi. 

21. febrúar │ Brúarárfoss, Kóngsvegur og heimferð

Í dag ökum við að Brúarárfossi og göngum yfir göngubrúna og yfir á Kóngsveginn fræga sem lagður var árið 1907 fyrir heimsókn Friðriks VIII Danakonungs. Heimsókn Friðriks var einn mikilvægur þáttur í ferli Íslendinga til fullveldis árið 1918. Allt fer þó eftir færð og veðri. Að þessu loknu verður ekið á Laugarvatn og saga þessa merkilega menntaseturs sögð. Ekið frá Laugarvatni og yfir Gjábakka og Þingvelli til Reykjavíkur.

Fararstjóri getur breytt dagskrárliðum eftir veðri og aðstæðum.

Opna allt

Konan sem elskaði fossinn

Eyrún Ingadóttir, fararstjóri ferðarinnar, er sagnfræðingur og rithöfundur og gaf nýlega út bókina Konan sem elskaði fossinn sem er söguleg skáldsaga byggð á ævi og baráttu Sigríðar í Brattholti. Sigríður er einn kunnasti náttúruverndarsinni Íslandssögunnar en hún barðist gegn virkjun Gullfoss í byrjun 20. aldar og hótaði meðal annars að henda sér í fossinn ef af framkvæmdum við fossinn yrði. Í febrúar næstkomandi verða 150 ár liðin síðan Sigríður fæddist og því vel við hæfi að heiðra minningu hennar með heimsókn á heimaslóðir hennar undir dyggri fararstjórn Eyrúnar.

Hér má sjá viðtal við Eyrúnu um bókina í Kiljunni og hér birtist viðtal við Eyrúnu hjá ruv.is.

Myndir úr ferðinni

Sigríður í Brattholti

Sigríður í Brattholti

Brúarárfoss

Brúarárfoss

Sigríður í Brattholti

Sigríður í Brattholti

Strokkur

Strokkur

Gullfoss

Gullfoss

Gullfoss

Gullfoss

Gullfoss

Gullfoss

Haukadalskirkja

Haukadalskirkja

Hótel Geysir

Hótel Geysir

Húsið Eyrarbakka

Húsið Eyrarbakka

Konan sem elskaði fossinn

Konan sem elskaði fossinn

Sigríður í Brattholti

Sigríður í Brattholti

Gullfoss

Gullfoss

Sigríður í Brattholti
Brúarárfoss
Sigríður í Brattholti
Strokkur
Gullfoss
Gullfoss
Gullfoss
Haukadalskirkja
Hótel Geysir
Húsið Eyrarbakka
Konan sem elskaði fossinn
Sigríður í Brattholti
Gullfoss

Fararstjórn

Eyrún Ingadóttir

Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, er fædd á Hvammstanga árið 1967. Hún er með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1993 og diplóma í stjórnun- og starfsmannamálum frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2003. Hún starfar hjá Lögmannafélagi Íslands og Lögfræðingafélagi Íslands og hefur frá árinu 2003 skipulagt og farið sem fararstjóri í ferðir sem félögin standa fyrir árlega. Meðal annars hefur hún farið til Suður-Afríku, Argentínu, Indlands, Georgíu, á Íslendingaslóðir í Kanada, Tyrklands (Istanbul), Eistlands, Víetnam og Kambódíu. 

Hótel

Hótel Geysir

Hótel Geysir opnaði 1. ágúst 2019 en við byggingu hótelsins var áhersla lögð á að byggingin væri hógvær í umhverfi sínu og skyggi sem minnst á náttúruperlur svæðisins. Á hótelinu eru 77 herbergi sem öll eru með fallegu útsýni yfir sveitina. Herbergin eru óvenju rúmgóð og eru öll með baðherbergi með sturtu og útsýnisglugga. Veitingasalir eru staðsettir á 1. og 2. hæð byggingarinnar og umlykja útveggi gamla íþróttaskólans sem fær nú nýtt hlutverk.

Lesa meira um Hótel Geysi.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00