Gardavatn & Feneyjar

Gardavatn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára, enda meðal allra fegurstu staða á Ítalíu. Sjálfur Goethe líkti staðnum við himnaríki og skal engan undra.

Við hefjum ferðina á því að aka suður á bóginn upp í stórbrotin Alpafjöllin og gistum í bænum Brixen í Suður-Tíról í tvær nætur. Riva del Garda tekur á móti okkur við hið sægræna Gardavatn en bærinn stendur á fallegum stað við vatnið og er einn vinsælasti ferðamannastaður svæðisins. Í ferðinni munum við fara í áhugaverðar skoðunarferðir, yndislega siglingu á Gardavatni til bæjanna Limone og Malcesine, fara til Feneyja og heimsækja Veróna, eina elstu borg Norður-Ítalíu. Við höldum til Seefeld í Tíról eftir góða daga við Gardavatn og njótum þar náttúrunnar milli hárra og tignarlegra fjalla síðustu daga ferðarinnar. Við heimsækjum Innsbruck, höfuðstað Tíról og komum við í Mittenwald, þar sem við skoðum myndskreyttu húsin í þeim huggulega bæ.

Verð á mann í tvíbýli 259.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 58.800 kr.


Innifalið

 • 11 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn á söfn, hallir og kirkjur.
 • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll.
 • Siglingar og vínsmökkun.
 • Strætisvagnaferð inn í Veróna.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Kláfur upp á Pordoi ca € 17.
 • Sigling í Feneyjum ca € 18.
 • Sigling á Gardavatni ca € 16.
 • Kláfur frá Malcesine upp á Monte Baldo ca € 22.
 • Aðgangur að hringleikahúsinu í Veróna ca € 10.
 • Hádegisverður og vínsmökkun í Rovereto ca € 20.
 • Kláfur upp á Rosshütte ca € 18.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

12. september | Flug til München & Brixen

Brottför frá Keflavík kl. 7:20. Mæting í Leifsstöð um 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 13:05 að staðartíma. Þaðan verður ekið upp í Alpafjöllin í gegnum Brennerskarð til Brixen í Suður-Tíról og gist í 2 nætur á hóteli í miðbænum.

13. september | Dólómítafjöllin

Eftir morgunverð í Brixen verður haldið til fjalla. Ekin verður stórbrotin og yndisfögur leið um Dólómítana, Alpafjöll Ítalíu. Farið verður með kláf upp á Pordoi, sem er í ca 3.000 m hæð, en þar er mikilfenglegt útsýni yfir ítölsku-, austurrísku- og svissnesku Alpana, sem enginn má láta fram hjá sér fara. Komið aftur til Brixen seinni hluta dags.

14. september | Dagur í Brixen & Riva del Garda á Ítalíu

Brixen er ein af perlum Suður-Tíról. Eftir morgunverð verður farið í gönguferð um elsta hluta borgarinnar en hún er höfuðstaður Eisackdalsins og liggur við rætur fjallsins Plose. Í þessum 20.000 manna sögufræga bæ má finna gamlar götur, brýr, kirkjur og söfn. Þar mætast árnar tvær Eisack og Rienz sem ásamt umlykjandi vínekrum og aldingörðum gera Brixen að einstaklega heillandi og fallegum stað. Eftir hádegið kveðjum við borgina og leggjum af stað til Riva del Garda við Gardavatn þar sem við munum gista í fimm nætur.

Opna allt

15. september | Skoðunarferð & frjáls dagur

Dagurinn verður rólegur en að loknum morgunverði förum við fótgangandi í skoðunarferð um bæinn Riva del Garda. Að henni lokinni er frjáls tími til að skoða sig um í þessum snotra bæ, ganga litlar og þröngar götur hans, staldra við í verslunum, rölta undir pálmatrjám með fram ströndinni eða skondra upp að virkinu Bastillione þaðan sem er einstakt útsýni yfir vatnið. Einnig er kjörið að njóta aðstöðunnar á hótelinu, annaðhvort í sundlaugargarðinum eða í heilsulindinni.

16. september | Dagsferð til Feneyja

Fyrir höndum er langur en stórskemmtilegur dagur. Við leggjum snemma af stað og ökum til Feneyja. Á rölti um borgina, meðfram síkjum og yfir brýr, verður á vegi okkar allt það sem gerir Feneyjar að eftirsóttasta ferðamannastað álfunnar. Við Canal Grande gefur að líta einar 200 glæsilegar hallir og við Markúsartorgið stendur Markúsarkirkjan, ein merkilegasta kirkjubygging veraldar, sem byggð er í austrænum stíl og minnir helst á höllina úr ævintýrinu Þúsund og ein nótt. Síðdegis mun hverjum og einum gefast tími til þess að skoða þessa fallegu borg betur, njóta mannlífsins og jafnvel líta inn á söfn. Komið verður aftur á hótel undir kvöld.

17. september | Sigling, Limone & Malcesine

Farið verður í ljúfa siglingu á Gardavatni. Haldið til Limone, eins fallegasta bæjarins við vatnið og þar áð í dágóða stund. Þaðan verður siglt yfir sægrænt Gardavatnið til Malcesine, sem er sögufrægur ferðamannabær við austurströnd vatnsins. Í Malcesine gefum við okkur góðan tíma, fáum okkur hressingu og skoðum okkur um í bænum. Áhugasamir geta farið með kláf upp á á Monte Baldo, hæsta fjallið við Gardavatn, en þeir sem kjósa heldur að vera á jafnsléttu geta litið inn í mjög áhugaverðan gamlan kastala sem er að finna í bænum. Frá Malcesine verður ekið til baka á hótelið.

18. september | Dagsferð til Veróna

Dagsferð til Veróna, elstu borgar Norður-Ítalíu, er einn hápunktur ferðarinnar. Veróna er borg menningar og lista en frægust er hún sem sögusvið leikrits Shakespeare um Rómeó og Júlíu. Farið verður í skoðunarferð um borgina og staldrað við helstu staði þessarar merku borgar. Þar má nefna þriðja stærsta hringleikahús veraldar, Arena, og Kryddtorgið en þar stendur fjöldi fagurra bygginga og minnisvarða. Allur miðbær borgarinnar eins og hann leggur sig er á skráður á heimsminjaskrá UNESCO og ekki að ástæðulausu.

19. september | Rovereto & Seefeld

Nú kveðjum við Gardavatn og höldum til Austurríkis. Á leiðinni komum við í forna smábæinn Dro og lítum þar inn á einn stærsta skómarkað Norður-Ítalíu. Þaðan liggur leið okkar í kastala fyrir ofan Rovereto þar sem við fáum stutta leiðsögn um höllina, snæðum léttan hádegisverð að hætti íbúanna í dalnum og aldrei að vita nema við fáum smá smakk af afurðum vínbænda héraðsins. Áfram verður ekið yfir Brennerskarðið til Seefeld í Austurríki þar sem við gistum næstu þrjár nætur.

20. september | Frjáls dagur í Seefeld

Í dag tökum við það frekar rólega, hefjum daginn á staðgóðum morgunverði og höldum síðan í stutta skoðunarferð um Seefeld, sem er með eftirsóttustu ferðamannabæjum Tíról. Bærinn er umkringdur þverhníptum fjöllum en áður fyrr var hér mikið vatnasvæði og ber nafn bæjarins það með sér. Eftir stutta göngu með fararstjóranum er frjáls tími það sem eftir lifir dags. Hér er margt hægt að gera, fara með hestvagni um bæinn, ganga hringinn í kringum vatnið eftir þægilegri gönguleið eða fara með kláfi upp í Rosshütte sem er í 1.784 m hæð. Þar er að finna gott veitingahús og er upplagt að fá sér kaffi og svo sem eina tertusneið.

21. september | Dagsferð til Innsbruck & Mittenwald

Á dagskránni í dag er heimsókn til Innsbruck, höfuðstaðar Tíról, sem er umvafinn mikilli fjalladýrð. Innsbruck var ein af borgum Habsborgaranna, einnar valdamestu ættar Evrópu um aldir og ber miðaldahluti borgarinnar þess greinilega merki. Blómatími Habsborgaranna var á 15. öld undir stjórn Maximilians I en hann lét byggja eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar, húsið með gullþakinu, sem stendur við eitt fallegasta torgið í Tíról. Við höldum í stutta skoðunarferð um borgina en að henni lokinni verður hægt að kanna borgina á eigin vegum, líta inn til kaupmanna í Maria-Theresien-Straße eða setjast inn á kaffihús. Á bakaleiðinni verður komið við í bænum Mittenwald, sem á sér engan líka, en þar er að finna ótal lítil myndskreytt hús, dásamlegan bæjarlæk og skemmtilegar verslanir. Bærinn er frægur fyrir smíði strengja- og plokkhljóðfæra og stendur minnisvarði af Matthias Klotz, upphafsmanni fiðlusmíði í Mittenwald, fyrir utan fiðlusafn bæjarins.

22. september | Heimferð

Eftir indæla og skemmtilega ferð verður ekið til München. Brottför þaðan kl. 14:05 og lending í Keflavík kl. 16:00 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Feneyjar

Feneyjar

Innsbruck

Innsbruck

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Veróna

Veróna

Veróna

Veróna

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Gardavatn

Gardavatn

Veróna

Veróna

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Feneyjar

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Hjörleifur Einarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Hjörleifur Einarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Hjörleifur Einarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Hjörleifur Einarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Hjörleifur Einarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Hjörleifur Einarsson

Veróna

Veróna

Gardavatn

Gardavatn

Seefeld

Seefeld

Seefeld

Seefeld

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Feneyjar
Feneyjar
Feneyjar
Feneyjar
Feneyjar
Gardavatn
Gardavatn
Gardavatn
Gardavatn
Feneyjar
Innsbruck
Feneyjar
Feneyjar
Feneyjar
Veróna
Veróna
Feneyjar
Feneyjar
Gardavatn
Veróna
Feneyjar
Feneyjar
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Hjörleifur Einarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Hjörleifur Einarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Hjörleifur Einarsson
Veróna
Gardavatn
Seefeld
Seefeld
Gardavatn
Gardavatn

Fararstjórn

Sigrún Valbergsdóttir

Sigrún Valbergsdóttir er fædd í Hafnarfirði og alin upp í Reykjavík. Sem barn dvaldi hún öll sumur í Svarfaðardal en á unglingsárunum rak móðir hennar sumarhótel í Grundarfirði og þar gekk hún um beina á daginn en upp til fjalla þegar kvöldaði. Sigrún hefur verið fararstjóri hjá Bændaferðum í aðventuferðum til Þýskalands og Austurríkis, einnig í Gardavatnsferðum og gönguferðum um Austurríki, Suður-Tíról og Færeyjar. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir