Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
24. mars           París & hraðlest til Avignon

Brottför frá Keflavík kl. 7.40, en mæting er í Leifsstöð um 2 klst. fyrir brottför. Lending í París kl. 12.00 að staðartíma. Við hefjum ævintýrið á ferð með hraðlest suður til sögufrægu borgarinnar Avignon í Provence héraði. Virðulegir virkisveggir borgarinnar, brúin fræga St. Bénézet og gamli bæinn með höll páfans taka á móti okkur, en allt er þetta varðveitt af heimsminjaskrá UNESCO. Í Avignon verður gist eina nótt.

 
 
25. mars           Avignon, Les Baux & Saint MaximeAvignon Palais-pont

Að loknum morgunverði hefjum við daginn á því að skoða helstu staði Avignon, m.a. Páfahöllina og Notre Dame dómkirkjuna. Að skoðunarferðinni lokinni getur fólk kannað umhverfið á eigin vegum, en mælt er með því að skoða nánar umhverfi frægu brúarinnar St. Bénézet þar sem kapella heilags Bénézet er staðsett. Upp úr hádegi kveðjum við Avignon og ökum suður til St.

 
Maxime sem stendur við St. Tropez flóann á frönsku Rivíerunni. Á leiðinni munum við heimsækja klettabæinn Les Baux og njóta fagurs útsýnis frá miðaldarvirkinu fræga. Gist verður í St. Maxime í 5 nætur á hóteli sem staðsett er á fallegum stað nálægt ströndinni. Á hótelinu er að finna góða heilsulind, innisundlaug, gufubað, tækjasal og fallegan garð með útisundlaug og sólbekkjum. Einungis tekur um 15 mínútur að ganga meðfram ströndinni inn í miðbæ St. Maxime.

 
 
26. mars           Dagur í Cannes

Í dag ökum við fallega leið eftir la Corniche de l'Estérel strandleiðinni til borgarinnar Cannes, en hún hvað frægust fyrir alþjóðlegu kvikmyndahátíðina sem haldin er þar ár hvert. Farið verður í skoðunarferð að kvikmyndahöllinni og að sjálfsögðu verður gengið á rauða dreglinum. Að því loknu er mælt með því að fara með lest upp á Mont Chevalier, en þaðan er upplagt að njóta fallegs útsýnis yfir Napoule flóann.

 
 
27. mars           Dagur í St. Maxime & frjáls tímiDagur í St. Maxime & frjáls tími

Við hefjum daginn á góðum morgunverði, en að honum loknum verður farið í rólega gönguferð inn til St. Maxime, sem er mjög líflegur og skemmtilegur bær og einn af vinsælustu ferðamannabæjum frönsku Rivíerunnar. Það má segja að bærinn hafi notið frægðar St. Tropez bæjarins sem er hinum megin við flóann, en nú er St. Maxime með fínni bæjum strandarinnar. Í St. Maxime er jafnframt ein best útbúna lystisnekkjuhöfn strandarinnar.

 
 
28. mars           Bátsferð til St. Tropez

Dagurinn hefst á siglingu til listamannabæjarins St. Tropez sem er einn frægasti ferðamannabærinn við frönsku Rivíeruna. Brigitte Bardot býr þar ásamt fleiri Hollywood stjörnum, sem halda þar til part úr ári. Farið verður í skoðunarferð um bæinn með heimamanni og síðar gefst frjáls tími til að kanna bæinn á eigin vegum.

 
 
29. mars           Furstadæmið MónakóFurstadæmið Mónakó

Þennan dag heimsækjum við Mónakó og skoðum okkur um í þeirri fallegu borg. Á ferð okkar um borgina munum við heimsækja höll furstafjölskyldunnar, skoða dómkirkjuna þar sem Grace Kelly var borin til grafar, koma við í kaktusgarðinum þaðan sem hægt er að njóta skemmtilegs útsýnis yfir borgina og líta við í einu af spilavítum borgarinnar.

 
 
30. mars           St. Maxime & Merone

Eftir yndislega daga í St. Maxime kveðjum við Frakkland og ökum fallega leið yfir til Ítalíu, til bæjarins Merone sem staðsettur er við ánna Lambro, í Comohéraði. Þar munum við gista í 2 nætur. Á hótelinu er að finna þjóðlegan veitingastað, fallegan garð, líkamsrækt með saunu og vínkjallara.

 
 
31. mars           Skoðunarferð til bæjarins ComoSkoðunarferð til bæjarins Como

Í dag verður ekið til fallega bæjarins Como sem er stærsti bærinn við Comovatn. Þar höldum við í skemmtilega skoðunarferð um þessa hrífandi borg og ekki skemmir náttúrufegurðin sem umvefur borgina. Að lokinni göngu og skoðun á borginni gefst hverjum og einum frjáls tími til að kanna borgina betur á eigin vegum. Upplagt er að líta inn til kaupmanna, eða setjast á kaffi- eða veitingahús og virða fyrir sér mannlífið.

 
 
1. apríl           Merone, Via Mala, Lindau & Friedichshafen við Bodensee

Við kveðjum Merone og ökum til Friedichshafen við Bodensee vatn í Þýskalandi þar sem gist verður síðustu 2 nætur ferðarinnar. Bodensee telst með fallegustu vötnum Evrópu og á landamæri sín að Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Á leiðinni þangað verður stoppað við fræga gilið Via Mala og í bænum Lindau og gefst færi á að skoða sig þar um.

 
 
2. apríl           Sigling með ferju & Mainau blómaeyjanMainau blómaeyjan

Í dag verður farið með ferju frá Meersburg yfir til Konstanz, stærstu borgarinnar við Bodensee vatn og þaðan verður ekið að blómaeyjunni Mainau, en Bernadotte greifi, meðlimur sænsku konungsfjölskyldunnar, á heiðurinn af þeim stórglæsilega lystigarði. Góður tími gefst til að skoða sig um í garðinum og fá sér hressingu. Þegar degi tekur að halla verður ferjan tekin til baka til Meersburg og ekið til Friedichshafen.

 
 
3. apríl           Heimflug frá München

Nú er komið að heimferð. Eftir morgunverðinn verður ekið til München, en brottför er þaðan kl. 14.05 og lending í Keflavík kl. 16.00 að íslenskum tíma.

 
 
 
Fararstjóri getur fært milli daga eftir því sem þörf þykir þegar komið er á staðinn.

 
 



 
 
Verð: 229.600 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 48.400 kr.

 
 
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
• Hraðlest frá París til Avignon.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgun- og kvöldverðir allan tímann á hótelum.
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:
Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur. Siglingar og ferjur. Vínsmökkun, hádegisverðir og þjórfé.

 
 
Valfrjálst:
Sigling til St. Tropez ca. € 13. Kaktusgarðurinn í Mónakó ca. € 8 og aðgangur að höll furstafjölskyldunnar í Mónakó ca. € 8. Ferja frá Meersburg til Konstanz ca. € 6, Mainau Blómaeyjan ca. € 15.

 
 
 

 
 
 
 
Ferðaskilmálar Bændaferða
 
 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti