Hjólað um Toskana

Hjólað um Toskana

 
Það var bæði spenntur og flottur hópur sem lagði af stað til Ítalíu þann 18. júní 2016. Flogið var til Mílanó og var ferðinni svo haldið áfram suður til Toskana. Komið var seint á hótelið og voru allir fegnir að komast í rúmið og sjá hvað morgundagurinn hafði upp á að bjóða.

 
Skakki turninn í Pisa, marmaralagðar götur í Carrara og yndislegi bærinn Lerici

Fólk fékk að sofa aðeins lengur þennan fyrsta dag en venjulega. Ferðinni var heitið til Pisa þennan daginn. Á leiðinni var hjólað í gegnum Migliarino þjóðgarðinn, milli strandhóla, meðfram ströndinni og sólblómaökrum. Ótrúlegt var að koma til Pisa og sjá þær byggingar sem þar voru. Þar var fengið sér að borða, virt fyrir sér þessar mörg hundruð ára byggingar sem maður á erfitt að skilja hvernig voru byggðar á þessum tíma. Nóg var að taka inn, enda byggingarnar á heimsmælikvarða í fegurð.

P6190032_lagf (Small).JPG

Næsta daga var hjólað í fallega miðaldarbæi Lucca, Massa, Carrara og Surzane. Alltaf sjáum við til fjalla þá sérstaklega marmarafjallgarðinn sem er í næsta nágrenni, en hann nær yfir 40 km svæði, en þaðan er Carrara marmarinn, einn sá fallegasti sem til er, fenginn. Það var flott að sjá í þessum bæjum hvað marmarinn er mikið notaður t.d. blómaker, bekkir, styttur, tröppur og gangstéttarkantar. Þetta svæði sem við hjóluðum um hefur gríðarlegan sjarma og fengu augun enga hvíld á ferð okkar þar um.


Einnig var hjólað að Massaciuccoli vatni en þar bjó Puccini, eitt frægasta óperuskáld sögunnar og samdi þar flestar af sínum frægustu óperum. Síðasti hjóladagurinn var stórkostlegur þar sem við enduðum með að hjóla í gegnum Montermarcello þjóðgarðinn og stoppuðum svo í bænum Lerici sem er algjört augakonfekt.

IMG_1330 (Small).JPG

Staðarleiðsögumaðurinn okkar heit Jean Claudio og var hann okkur góður( búið að óska eftir honum aftur). Hann þekkti svæðið vel og gat sagt okkur til um allt. Hann var með gott viðmót og var hann byrjaður að halda með Íslandi á EM enda ekki annað hægt þegar hópurinn fylgist náið með gangi mála og gjörsamlega tryllist yfir sigrinum á Austurríki. Það vissu það allir að við vorum frá Íslandi enda var hótelið skreytt íslenskum fánum og búningum.

 
Draumur fyrir bragðlaukana

Ekki nóg að fá að njóta fegurðinnar í Toskana þá fengu bragðlaukarnir að njóta sín líka. Maturinn þarna er alveg frábær í alla staði. Alls staðar sem stoppað var gátum við fengið okkur góðan mat hvort sem það var pizza, pastaréttir, lasagna, dýrindis álegg með ostum og brauði og ekki má gleyma ólívuólífu sem notað er á flest allt. Ekki skemmdi nú fyrir að við neyddumst til að kæla okkur niður með ítölskum Gelato ís flesta daga.

IMG_1102 (Small).JPG

Hótelið er staðsett við ströndina og voru margir sem nýttu sér það að fara í sjóinn eftir hjóladag. Fólk nýtti sér aðstöðuna á hótelinu á frídaginum, sundlaugina og sundlaugabakkann sem er frábær, aðrir fóru á ströndina, nokkrir fóru til Cinque Terre og einhverri fóru á markað sem er í nágrenninu. Einnig gafst kostur á að skoða sig um í marmarafjöllunum og gerðu það nokkrir.

ítalía (Small).jpg

Allir náðu að njóta sín í ferðinni þrátt fyrir getumun í hópnum. Flestir voru á borgarhjólum en nokkrir á rafmagnshjólum. Hópurinn var til fyrirmyndar og gátum við í sameiningu ferðast og nótið þess saman á allt það sem Toskana hefur upp á að bjóða.

Óhætt er að mæla með þessari ferð í alla staði og hlakka ég mikið til að fara aftur, 17. - 24. júní næstkomandi. 

Hjalti Kristjánsson,
Fararstjóri

 
Skoða hjólaferðir með Bændaferðum
 

 

Tengdar ferðir
Póstlisti