Ferðasaga Gönguferð í Wallis, Sviss

Ferðasaga Gönguferð í Wallis, Sviss

Ferðin var í alla staði stórkostleg. Eins og vitað er, er flogið til Genf og keyrt meðfram vatninu alla leið til Naters (gist þar) sem afar fallegur bær rétt við Simplon skarðið sem liggur yfir til Ítalíu (einn af göngudögunum). Við vorum einstaklega heppin með staðarleiðsögumann, en það var hann Elías, eldri maður sem sá bókstaflega um okkur frá a til ö. Það sem mér finnst einstaklega heillandi við þessa ferð er að hún blandast kláfum og mátulega erfiðum göngum.

 
Á morgnanna eftir morgunverð er keyrt af stað á einhvern áfangastað tekur yfirleitt um 30 mín sem er máturlega langt. Þaðan er undantekningarlaust tekinn kláfur upp allt frá 1.700 upp í 2.500m og labbað út frá því. Staðirnir sem við löbbum um eru þekkt skíðasvæði á veturnar og einstaklega heillandi svæði á sumrin með sínum lerki skógum Matterhorn (myndin á Tobleron súkkulaðinu), Zermatt við Matterhorn,(eitt frægasta skíðaþorp heims) einn frægasti skriðjökull heims svo eitthvað sé nefnt. Ef veðrið er gott má í einni ferðinni sjá t.d Matterhorn, Monte Rosa svæðið (Ítalía hinu megin) Mont Blank o.fl stórkostleg fjöll á einum og sama staðnum.

Gönguferð í Wallis Sviss

 
Einn daginn er labbað meðfram þessum fræga skriðjökli sem er stórkostleg sjón og ef einhver vill þá er hægt að setjast í stól efst á skriðjökulinn og bíða í nokkur hundruð ár þá kemur maður kominn niður í dalbotninn að lokum. Seinnipartinn þegar komið er heim á hótel er gott að slaka á og vil ég taka það fram að bæirnir Naters og Brig eru einstaklega fallegir og ef fólk vill ganga frá Naters til Brig (Brig er stærri bær) í miðbæinn tekur það 10 mínútur þar sem allt er við hendina s.s verslanir, matsölustaðir, kaffihús, falleg höll (ein sú frægasta á þessu svæði) og einstaklega notalegt að rölta um eða bara sitja á kaffihúsi og skoða mannlífið.

Aðalsteinn Jónsson

 
Þessi ferð er augnakonfekt, gott fyrir hjarta og æðakerfi, þó vil ég taka það fram að göngurnar ættu allir að ráða við því það er meira labbað á jafnsléttu og niður á við en upp á við. Svo er svo gaman að í hádegin og á kvöldin er boðið upp á sérrétti Sviss eins og fólk hefur borðað í aldanna rás þar sem notalegt er að sitja úti og slappa af.

 
Já, ég er búinn að fara í margar gönguferðirnar en þessari gef ég 10 í einkunn og ástæðan er:

  • Landslagið sem er stórkostlegt
  • Göngurnar mátulega erfiðar (allir eiga að ráða við).
  • Göngur í bland við kláfana.
  • Afslappað andrúmsloft.
  • Notalegur bæir Naters og Brig.
  • Stutt í verslun þar sem hægt er að kaupa sér að drekka og borða.
  • Það sem stór allra mest upp úr var að sjá Matterhorn í allri sinni dýrð sem er í einu orði stórkostlegt.
  • Gaman að keyra meðfram Genfarvatninu báðar leiðir úr og í flug.

 

Aðalsteinn Jónsson
 

Skoða hreyfiferðir með Bændaferðum

Nánar um Aðalstein fararstjóra

 

Tengdar ferðir




Póstlisti